Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 11:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hefur ekki áhyggjur af Douglas Luiz
Mynd: Getty Images

Douglas Luiz, miðjumaður Juventus, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann gekk til liðs við félagið frá Aston Villa í sumar.

Hann hefur aðeins komið við sögu í níu leikjum í öllum keppnum og þar af aðeins verið tvisvar í byrjunarliðinu.


Alex Sandro, fyrrum leikmaður liðsins, hefur ekki áhyggjur af brasilíska miðjumanninum en hann kostaði liðið 50 milljónir evra.

„Hann er sterkur en fótboltinn hefur ekki smollið ennþá hjá Juventus. Það er ekki auðvelt að passa inn í. Ég hef séð meistara á borð við Khedira og Pjanic í vandræðum á fyrsta tímabilinu. Það þarf að sýna honum þolinmæði," sagði Alex Sandro.


Athugasemdir
banner
banner
banner