Heimild: Aftonbladet
Svíinn Olof Mellberg verður þjálfari St. Louis City í bandarísku MLS deildinni samkvæmt heimildum sænska miðilsins Aftonbladet.
Mellberg er þjálfari Brommapojkarna ásamt Andreas Engelmark en hann fer með Mellberg til bandaríska liðsins. Mellberg lék á sínum tíma með liðum á borð við Aston Villa og Juventus og lék 117 landsleiki fyrir hönd Svíþjóðar.
St. Louis rak Bradley Carnell í júlí en John Hackworth, tæknilegur ráðgjafi félagsins, þjálfaði liðið út tímabilið þar sem liðið endaði í 12. sæti Vesturdeildarinnar.
Nökkvi Þeyr kom við sögu í 30 leikjum í deildinni á tímabilinu og skoraði fjögur mörk en hann var aðeins tíu sinnum í byrjunarliðinu.
Athugasemdir