Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti um Mbappe: Allir vilja vera í byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images

Kylian Mbappe er úthvíldur eftir að hann var ekki valinn í landsliðshóp Frakklands fyrir leikina í Þjóðadeildinni sem lauk á dögunum.

Hann hefur ekki náð að slá í gegn á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid hingað til. Talað hefur verið um að Mbappe og Vinicius Junior gætu ekki spilað saman þar sem þeir eru bestir í sömu stöðunni.


„Hann hefur æft vel og er kominn í betra stand. Vonandi getur hann sýnt gæðin sín, hann er með mikil gæði," sagði Carlo Ancelotti.

„Hann hefur aldrei beðið um að spila ákveðna stöðu. Allir vilja vera í byrjunarliðinu, þeir eru ekki með fasta stöðu, það getur breyst eftir aðstæðum í hverjum leik fyrir sig."


Athugasemdir
banner
banner