Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim elskar Mount - „Fullkomið fyrir hann"
Mynd: Getty Images

Ruben Amorim stýrir sínum fyrsta leik hjá Man Utd þegar liðið heimsækir Ipswich á morgun.

Mason Mount hefur átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi hjá Man Utd en talið er að hann fái nýtt líf undir stjórn Amorim. Portúgalski stjórinn er mjög hrifinn af Mount.


„Mason Mount, ég skal segja þér það að ég elska drenginn. Maður sér í augunum á honum að hann vill þetta svo mikið, það er mikilvægast fyrri mér," sagði Amorim.

„Ég veit að hann hefur verið mikið meiddur, hann er að reyna að halda sér í formi og við vonum að hann nái því til að sýna hæfileikana sem hann sýndi t.d. hjá Chelsea."

„Hann hefur spilað í þessu kerfi áður svo það er fullkomið fyrir hann. Ég er með tvær stöður fyrir hann svo hann ætti að vera mjög ánægður," sagði Amorim að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner