Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 10:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola ber Rodri saman við Messi
Mynd: Getty Images

Pep Guardiola vann þrennuna með Man City fyrir tveimur árum en hann vann einnig þrennuna þegar hann stýrði Barcelona á sínum tíma.

Hann var með besta leikmann í heimi á þeim tíma, Lionel Messi, í sínum röðum. Hann er með besta leikmann í heimi í dag í sínum röðum, Rodri.

Það hefur verið margsannað hversu mikilvægur Rodri er fyrir liðið en liðinu hefur gengið illa undanfarið en Rodri er á meiðslalistanum.


„Við erum án Rodri, við söknum hans, besti leikmaður í heimi. Ímyndaðu þér á mínum tíma hjá Baracelona, Messi var bestur í heimi, að spila án hans. Heldur þú að við hefðum unnið þrennuna? Ég held ekki," sagði Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner