Í janúar 2015 griendi spænska stórliðið Real Madrid frá því að Martin Ödegaard væri nýr leikmaður liðsins. Ödegaard hafði 15 ára gamall slegið í gegn í norsku úrvalsdeildinni með Strömsgodset og öll stærstu félög í Evrópu vildu fá hann í sínar raðir.
Eftir eitt og hálft ár í herbúðum Real Madrid eru Norðmenn svekktir með stöðuna hjá Ödegaard. Hann hefur spilað með B-liði Real Madrid í spænsku C-deildinni og Norðmenn eru ósáttir við að þessi 17 ára gamli leikmaður sé ekki kominn lengra en raun ber vitni.
Eftir eitt og hálft ár í herbúðum Real Madrid eru Norðmenn svekktir með stöðuna hjá Ödegaard. Hann hefur spilað með B-liði Real Madrid í spænsku C-deildinni og Norðmenn eru ósáttir við að þessi 17 ára gamli leikmaður sé ekki kominn lengra en raun ber vitni.
„Hann er að spila í þriðju efstu deild og það er ekki sú deild sem hann ætti að spila í. Núna eru síðustu leikir hans í þriðju efstu deild áður en hann fer á lán til úrvalsdeildar félags í Evrópu," sagði Steinar Bjerkmann, íþróttafréttamaður hjá NTB í Noregi, í viðtali við Fótbolta.net.
„Allir í Noregi vonuðust eftir að hann myndi fara í aðalliðið. Það hefur ekki gerst fyrir utan nokkrar mínútur sem hann kom inn á fyrir Ronaldo (í lokaleik tímabilsins 2015)."
Skorar ekki nóg
Ödegaard hefur ekki náð að heilla menn í spænsku C-deildinni með Real Madrid.
„Hann hefur ekki verið að skora nógu mikið og leggja nógu mikið upp. Hann er góður með boltann en hann skapar ekki jafn mikið og hann gerði í Noregi. Það eru vonbrigði."
„Fólk er byrjað að tala um að hann séu vonbrigði. Ég held að fólk viti samt að hann er bara 17 ára og það þarf að skilja að þetta tekur tíma."
Ödegaard er fastamaður í norska landsliðinu en hann gat þó ekki spilað gegn Íslendingum í gærkvöldi.
„Hann hefur tækni og hæfileika og er að spila með landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefði verið hér í kvöld (í gærkvöldi) ef hann væri ekki að spila í umspili á Spáni. Hann er leikmaður sem landsliðið þarf að byggja í kringum."
Gæti farið í miðlungslið í spænsku úrvalsdeildinni
Líklegt er að Ödegaard fari á lán í sumar og Steinar vill sjá hann finna sér gott félag.
„Ég efast um að hann muni spila með aðalliði Real Madrid á næsta tímabili en hann gæti fest sig í sessi í miðlungsliði á Spáni, Þýskalandi eða jafnvel í Austurríki," sagði Steinar en hann er sjálfur einn af 40 þúsund Norðmönnum sem eru skráðir í Liverpool klúbbinn þar í landi.
„Ég vonaði alltaf að hann myndi skrifa undir hjá Liverpool eins og hann var nálægt því að gera. Hann hefði átt meiri möguleika á að spila þar. Ef ég ætti að gefa honum ráð núna þá ætti hann að fara í miðlungslið í úrvalsdeildinni á Spáni, lið sem er ekki langt frá Madrid," sagði Steinar að lokum.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir