Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. nóvember 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð vill fá afsökunarbeiðni: Svona hegðun líð ég ekki
Myndirnar sem voru notaðar á Instagram-reikningi FC Árbæ.
Myndirnar sem voru notaðar á Instagram-reikningi FC Árbæ.
Mynd: Aðsend
Úr leik hjá Skallagrími.
Úr leik hjá Skallagrími.
Mynd: Hanna Símonardóttir
Mynd: Hanna Símonardóttir
Mynd: Hanna Símonardóttir
Það kom upp mál í maí síðastliðnum þar sem að skráður leikmaður Skallagríms dæmdi leik liðsins gegn Árbæ í 4. deildinni. Leikurinn endaði 4-2 fyrir Skallagrími en Árbæingar voru ósáttir við dómgæsluna í leiknum.

Skallagrímur sendi í kjölfarið sér tilkynningu þar sem félagið furðaði sig á því að KSÍ hafi látið umræddan dómara, Davíð Guðmundsson, dæma leikinn.

Davíð er með sterkar taugar til Skallagríms en það var KSÍ sem setti hann á leikinn. Davíð hefur núna ritað opinn póst til fjölmiðla þar sem hann viðurkennir að hann hefði ekki átt að vera hluti af þessum leik, nema sem áhorfandi.

Hann segir samt sem áður að viðbrögðin hjá FC Árbæ hafi alls ekki verið til fyrirmyndar og er það ástæðan fyrir því hann ritar umræddan póst sem má lesa hér að neðan.

Póstur til FC Árbær
Komið þið sæl, eins og margir vita þá dæmdi ég fyrr í sumar leik Skallagríms og FC Árbær. Í fréttum eftir leikinn þá var birt að ég væri skráður í Skallagrím og hafði æft með klúbbnum í þó mörg ár. Ég gengst við því að þess vitandi átti ég alls ekki að vera neinn partur af þessum leik nema sem áhorfandi. En það sem að því fylgdi er ástæða þess að ég skrifa þetta.

Nokkrum dögum og vikum eftir leikinn þá byrjaði að hrynja inn á Instagram reikning minn 'vinabeiðnir' frá FC Árbæ sem að ég tók ekki mikið til mín. En einnig þá fékk ég 'vinabeiðnir' frá fólki sem að tengdist klúbbnum eða tengdust leikmönnum FC Árbæ á einhvern hátt. Fylgjandi þessu er að stutt var í seinni leik FC Árbæ og Skallagríms að þá koma inn á Instagram reikninginn þeirra myndbirtingar af mér í treyju merktri Skallagrím og leikmönnum Árbæ. Ekki skeði þetta einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum, birtu þeir myndir á reikning sínum til að þeirra sögn að 'promóta' leikinn. Meðfylgjandi myndir sýna þetta.

Einnig birta þeir á 'story' hjá sér niðrandi orð til Skallagríms og mín. Þeir hafa birt allt þetta án leyfis frá mér. Vegna þessa myndbirtinga hef ég orðið fyrir áróðri fólks sem ég ekki þekki er ég hef verið á opinberum stöðum, meðal annars verið sagt mig vera svindlara og svikara. Ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu en áróður eftir áróður varð til þess að ég ferðaðist ekki til Reykjavíkur í nokkra mánuði vegna hræðslu um að verða fyrir einhverjum áreiti almennings og átti ég erfitt með einbeitingu er ég var við vinnu.

En ég var ekki sá eini sem varð fyrir barðinu á þeim heldur heyrði ég að það urðu tveir strákar sem spila með Skallagrími fyrir slæmum áróðri frá FC Árbæ, þeir gerðu Skallagrím að athlægi með því að birta mig undir þeirra merkjum sem og setja inn niðrandi orð í þeirra garð á Instagram 'story' og frétti ég að í seinni leik FC Árbæ - Skallagríms í Árbæ þá hafa verið niðrandi orð og blótsyrði kallað inn á völlinn sem voru beind að leikmönnum Skallagríms úr áhorfendapöllunum. Hef ég haft samband við KSÍ sem eru nú með málið á sínu borði og munu höndla málið innan sambandsins.

KSÍ sendir póst til FC Árbæ og óska eftir svörum. Í óbeinum orðum sem ég fékk þá átti ég einfaldlega að hafa samband við klúbbinn og óska eftir fjarlægingu mynda sem þeir notuðu af mér í leyfisleysi - þó það hefði verið gert hefði það ekki tekið frá þann áróður og athlægi sem ég hafði orðið þegar fyrir. Myndirnar sem þeir birtu af mér hafa nú verið fjarlægðar af Instagram reikning klúbbsins sem og myndir sem vistuð voru í 'story' hjá þeim.

Mér hefur verið bent á að það sem ég hef orðið fyrir að hálfu FC Árbæ er eitthvað sem varir við brotum á lögum alþýðunnar gagnvart minni persónuvernd.

Ég skrifa þetta því að enginn og ég meina enginn á að þurfa að fá svona áreiti á sig, þannig að ég vil standa upp fyrir þá dómara og aðra sem lent í svona hafa og segja frá er félög, leikmenn eða aðrir níðast á ykkur og ykkar persónulega lífi. Látum í okkur heyra því svona hegðun líð ég ekki og mun ég ávallt standa upp og segja frá.

En það sem að mig langar hér með að óska eftir er að FC Árbær komi með opinbera afsökunarbeiðni og útskýri mál sitt til hins ítrasta. Fyrir mér sýna þeir sitt rétta andlit hvort sem þeir koma með afsökunarbeiðnina eða ekki.

Davíð Guðmundsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner