Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 03. janúar 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Covid, fótbrot og köld pizza á aðfangadag
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael í leiknum gegn Frosinone áður en hann komst að því að hann væri fóbrotinn og með covid
Mikael í leiknum gegn Frosinone áður en hann komst að því að hann væri fóbrotinn og með covid
Mynd: Getty Images
Jólin hjá Mikael Agli Ellertssyni voru ekki eins og hjá flestum en hann fótbrotnaði í síðasta leik SPAL og smitaðist svo af kórónaveirunni í kjölfarið.

Framarinn ungi er á láni hjá SPAL frá Spezia en hann kom inná í fyrstu tveimur leikjum B-deildarinnar og þurfti svo að hanga á bekknum næstu leiki.

Hann kom svo við sögu í síðustu þremur leikjunum fyrir jólafrí og byrjaði þá síðasta leikinn en meiddist snemma leiks. Hann kláraði fyrri hálfleikinn áður en honum var skipt af velli og þegar hann fór í myndatökur eftir leik þá kom í ljós að hann hafi brotið bein í fæti.

„Ég þurfti ekki að fara í aðgerð þannig þeir sögðu að þetta væru 2-3 mánuðir frá. Þetta gerðist í leiknum gegn Frosinone þar sem ég byrjaði og þetta gerist víst á 3. mínútu þannig ég spilaði allan fyrri hálfleikinn fótbrotinn," sagði Mikael við Fótbolta.net.

Ekki nóg með það þá smitaðist hann af kórónaveirunni og var í einangrun öll jólin en fjölskylda hans var á Ítalíu og var honum innan handar.

„Þetta var ekkert spes. Ég fór beint í einangrun eftir leik og gat ekkert tékkað á löppinni og svo var ég með covid. Það var erfitt að redda X-ray myndatöku en það gekk upp og ég var sóttur heim til mín á sjúkrabíl og farið beint á sjúkrahúsið."

Köld pizza um jólin

Ítalía er mekka pizzunnar og gott að geta treyst á gæði hennar fyrst að hinn hefðbundni jólamatur var ekki í boði en þá mætti hún köld í fangið á honum.

„Ég var að fá sent mat frá liðinu og svo fékk ég pizzu í jólamatinn en hún kom köld þannig fjölskyldan kom með steik og sætar kartöflur. Það þurfti auðvitað að skutla mat um allan bæinn fyrir hina í liðinu þannig það tók smá tíma."

Nú tekur við endurhæfing hjá íslenska landsliðsmanninum en hann er mjög brattur þrátt fyrir brösuleg jól.

„Ég mun bara fara í sjúkraþjálfuna og endurhæfingu og koma sterkari til baka," sagði hann í lokin.

Mikael spilaði sína fyrstu A-landsleiki undir lok síðasta árs. Hann fékk sénsinn í október gegn Armeníu og Liechtenstein og spilaði þá báða leikina í nóvember.

Ef allt gengur að óskum ætti hann að vera kominn aftur af stað með SPAL í byrjun mars og því möguleiki á að hann nái næsta landsleikjaglugga sem er í lok mars.
Athugasemdir
banner
banner