Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hugsaði alltaf eftir hvern leik í fyrra að þetta yrði síðasta árið hans"
Karl Friðleifur Gunnarsson.
Karl Friðleifur Gunnarsson.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karl Friðleifur Gunnarsson er einhvern veginn enn leikmaður Víkings. Hann var stórkostlegur á síðasta tímabili og hefði maður haldið að hann væri kominn út í atvinnumennsku á þessum tímapunkti, en svo er ekki.

Karl Friðleifur hefur á síðustu vikum verið orðaður við félög í Skandinavíu en það hefur enn ekkert raungerst.

„Kalli sýndi það á síðasta tímabili að hann er með bestu leikmönnum í deildinni. Það er mjög sterkt að halda honum," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, við Fótbolta.net fyrr í þessari viku.

„Eins og er, þá er hann hjá okkur. Ég er mjög sáttur við að halda leikmönnum á þessu kalíberi en að sama skapi viljum við líka að leikmennirnir okkar taki næsta skref og fari út í atvinnumennsku. Ef Kalli heldur áfram sinni þróun og heldur áfam að bæta sig, þá er ég nokkuð viss um að hann fari út."

Einnig var rætt um Karl Friðleif í Niðurtalningunni í gær.

„Það kemur gríðarlega á óvart að Kalli hafi ekki farið út líka," sagði Halldór Smári Sigurðsson, fyrrum leikmaður Víkinga, í Niðurtalningunni.

„Ég hugsaði alltaf eftir hvern leik í fyrra að þetta yrði síðasta árið hans. Maður vonast bara til að glugginn fari að lokast," sagði Tómas Guðmundsson í þættinum.

„Hann er enn á góðum aldri. En hann var bara það góður í fyrra að þetta kemur mér á óvart. Hann fær sinn séns, ég er alveg viss um það," sagði Halldór Smári.
Niðurtalningin - Nýr kafli í sögu Víkinga
Athugasemdir
banner
banner