Höskuldur Gunnlaugsson var leikmaður ársins í Bestu deildinni í fyrra og í gær var hann valinn næst besti leikmaður deildarinnar af fréttamönnum Fótbolta.net, á eftir Gylfa Þór Sigurðssyni.
Höskuldur var stórkostlegur fyrir Breiðablik í fyrra. Hann var færður inn á miðsvæðið þegar leið á mótið og það var í raun stór ástæða fyrir því að Breiðablik varð meistari.
Höskuldur var stórkostlegur fyrir Breiðablik í fyrra. Hann var færður inn á miðsvæðið þegar leið á mótið og það var í raun stór ástæða fyrir því að Breiðablik varð meistari.
Hann er líka ekki bara frábær fótboltamaður, líka einn besti persónuleikinn í þessari deild. Með hjarta úr gulli eins og rætt var um í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net.
„Þetta er gæi sem þú vilt að 'fronti' vörumerkið þitt. Ég vona að við förum að sjá andlitið á Höskuldi um víð og dreif," sagði Sigurjón Jónsson, stuðningsmaður Breiðabliks, í Niðurtalningunni þegar rætt var um Höskuld.
„Hann er gjörsamlega andlegur leiðtogi þessa liðs frá A til Ö, og hann er bara andlit Breiðabliks út á við. Mér fannst í fyrra hann stimpla sig inn, sem líklega, besti leikmaður í sögu Breiðabliks," sagði Eysteinn Þorri.
„Ef hann heldur áfram svona í tvö til þrjú ár í viðbót þá er hann kominn í umræðuna með Óskari Erni og Atla Guðna sem besti leikmaður í sögu efstu deildar," sagði Sigurjón.
Á síðasta tímabili var kallað eftir því að hann væri í landsliðinu og það var ekkert svo galið. Er kominn á fertugsaldur en Brann, sem var næst besta liðið í Noregi í fyrra, reyndi að kaupa hann í vetur. Það segir svolítið mikið; er að toppa á ferlinum á réttum tíma.
„Þetta er 'alt muligt' maður inn á vellinum. Hann er bakvörður, miðjumaður og þú getur sett hann á kantinn og hann væri einn besti kantmaðurinn í þessari deild. Hann er ótrúlegur," sagði Eysteinn.
Athugasemdir