Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þá er hann farinn í glugganum"
Sveinn Gísli Þorkelsson.
Sveinn Gísli Þorkelsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Varnarmaðurinn Sveinn Gísli Þorkelsson hefur lengi beðið eftir tækifærinu hjá Víkingum. Sveinn Gísli var keyptur til Víkinga frá ÍR tímabilið 2023 og hefur síðan þá þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu.

Hann kom hins vegar inn í liðið fyrir einvígið gegn Panathinaikos í umspilinu í Sambandsdeildinni fyrr á þessu ári og stóð sig frábærlega.

Hann er leikmaður sem vert er að hafa augun á fyrir Bestu deildina í sumar. Halldór Smári Sigurðsson, sem var með honum í tvö ár í Víkingi, hefur mikla trú á Sveini Gísla.

„Þetta er unit af manni, ég er spenntur að sjá hann í sumar," sagði Tómas Guðmundsson, einnig fyrrum leikmaður Víkinga, í Niðurtalningunni.

„Ef hann er að fara að byrja núna, sem ég held að hann sé að fara að gera, og ef hann spilar svona inn í sumar (eins og hann gerði gegn Panathinaikos) þá er hann farinn í glugganum (í sumar). Félögin úti sjá þetta skrímsli af manni - hleypur ógeðslega hratt, ógeðslega sterkur og hoppar hátt og er örvfættur hafsent," sagði Halldór Smári sem hefur trú á því að Sveinn Gísli geti heillað félög erlendis í sumar.

Hægt er að hlusta á Niðurtalninguna í heild sinni hér fyrir neðan.
Niðurtalningin - Nýr kafli í sögu Víkinga
Athugasemdir
banner
banner
banner