
Noregur verður án sinnar stærstu stjörnu í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeildinni á eftir.
Hún er að glíma við smávægileg meiðsli og getur ekki tekið þátt í þessu verkefni, verður frá í nokkrar vikur.
Hún er að glíma við smávægileg meiðsli og getur ekki tekið þátt í þessu verkefni, verður frá í nokkrar vikur.
Graham Hansen er þrítug og spilar sem kantmaður hjá Barcelona. Hún var í öðru sæti í kjörinu um Ballon d'Or í fyrra og er í lykilhlutverkum bæði hjá Barca og norska landsliðinu.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær og var spurður út í Graham Hansen. Hann gerir ekki ráð fyrir að breyta leikskipulaginu út af fjarveru hennar.
„Ég get alveg viðurkennt það að við strokuðum yfir nokkur myndbönd af henni sem við vorum búin að undirbúa," sagði Þorsteinn.
„Þetta breytti kannski aðeins hvernig við sýndum þetta en við gerum ráð fyrir því samt að þær verði í sama pakka taktískt."
Í norska liðinu eru margir frábærir leikmenn en þekktasta nafnið er líklega Ada Hegerberg, sem spilar með Lyon. Hún er ótrúlegur markaskorari og fyrirliði norska liðsins.
„Ég er bara spennt fyrir því. Hún hefur ekki spilað mjög mikið með Lyon upp á síðkastið og það er spennandi að sjá hvernig hún er. Það er alltaf spennandi að spila á móti stórstjörnum," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, sem verður fyrirliði Íslands í þessu verkefni, spurð út í Hegerberg sem hefur verið í meiðslavandræðum síðustu ár.
Athugasemdir