
Ísland spilar við Noreg á Þróttaravelli í dag en Stelpurnar okkar eru með eitt stig eftir tvo fyrstu leikina í Þjóðadeildinni.
KSÍ hefur tilkynnt að uppselt sé á leikinn en hann hefst klukkan 16:45. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli er ekki spilað þar en pláss er fyrir rúmlega 1.000 áhorfendur á Þróttarvelli.
Enn eru til miðar á leikinn gegn Sviss sem fram fer á þriðjudaginn, líka á Þróttarvelli.
KSÍ hefur tilkynnt að uppselt sé á leikinn en hann hefst klukkan 16:45. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli er ekki spilað þar en pláss er fyrir rúmlega 1.000 áhorfendur á Þróttarvelli.
Enn eru til miðar á leikinn gegn Sviss sem fram fer á þriðjudaginn, líka á Þróttarvelli.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kallaði það skandal á fréttamannafundi í gær að þá hafi ekki verið orðið uppselt og Ingibjörg Sigurðardóttir, sem mun bera fyrirliðabandið í komandi leikjum, sagði:
„Það eru vonbrigði. Þetta er lítil stúka, og við eigum að ná að selja upp á þennan leik á fimm mínútum, finnst mér. En þetta er bara staðan og við þurfum að sjá hvað við getum gert til að fá fólk til að vilja koma á völlinn og svo þarf fólk að vera tilbúið til að styðja okkur," sagði Ingibjörg.
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 6 - 2 | +4 | 9 |
2. Noregur | 3 | 1 | 1 | 1 | 2 - 2 | 0 | 4 |
3. Ísland | 3 | 0 | 2 | 1 | 2 - 3 | -1 | 2 |
4. Sviss | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 - 4 | -3 | 1 |
Athugasemdir