Tyrkneska félagið Fenerbahce hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem Okan Buruk, stjóri Galatasaray, er sagður hafa verið með leikaraskap og „látið eins og hann hafi orðið fyrir skoti“ þegar Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, greip í nefið á honum.
Leikaraskapur hefur stundum verið kallaður krabbamein fótboltans en það er þó ekki mjög algengt að þjálfarar séu með leikaraskap, þó það hefur svo sannarlega átt sér stað.
Leikaraskapur hefur stundum verið kallaður krabbamein fótboltans en það er þó ekki mjög algengt að þjálfarar séu með leikaraskap, þó það hefur svo sannarlega átt sér stað.
Eftir að Galatasaray vann Fenerbahce í bikarleik í vikunni var heitt í kolunum og Mourinho greip í nefið á Buruk kollega sínum. Buruk fór niður í grasið og lét eins og hann væri sárþjáður.
Í yfirlýsingu Fenerbahce segir að Mourinho hafi „lauslega snert nefið“ á Buruk sem hafi þá sýnt leikaraskap. Þá segir félagið að Buruk hafi haft móðgandi orðbragð og hegðun sem væru til á upptöku.
„Fáránleikinn sem felst í því að einhver sem fær snertingu á nefið og kastar sér strax í jörðina og rúllar þar í sekúndur er öllum ljós. Tilhneiging þessa einstaklings til að láta sig detta sást á leikmannaferlinum og heldur áfram á þjálfaraferlinum," segir í yfirlýsingu Fenerbahce.
???????? Fenerbahçe manager Jose Mourinho to Galatasaray manager Okan Buruk. ???????? pic.twitter.com/BF7hk23AFF
— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2025
Athugasemdir