Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
banner
   fös 04. apríl 2025 13:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alls konar númer sem pirra eflaust fótboltapjúristana
Icelandair
Bakvörðurinn Sædís Rún er númer níu.
Bakvörðurinn Sædís Rún er númer níu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea hefur verið númer tíu síðustu árin en er núna komin með sjöuna. Berglind Rós er númer tvö.
Karólína Lea hefur verið númer tíu síðustu árin en er núna komin með sjöuna. Berglind Rós er númer tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að kynna númerin hjá leikmönnum Íslands fyrir leikinn gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þau eru svolítið athyglisverð.

Elísa Viðarsdóttir kom inn í hópinn fyrir Glódísi Perlu Viggósdóttur, landsliðsfyrirliða, sem er meidd. Glódís er alltaf númer fjögur og tekur Elísa það númer.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Noregur

Það vekur athygli að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er komin með nýtt númer, hún er núna í sjöunni. Dagný Brynjarsdóttir er þá líklega aftur komin með tíuna en hún er í leikbanni í kvöld.

Bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir er þá númer níu, sem er vægast sagt athyglisvert númer fyrir bakvörð. En þegar maður pælir í því eru alls konar skrítin númer í þessu liði sem pirra væntanlega fótboltapjúristana. Miðjumaðurinn Berglind Rós sem er númer tvö, kantmaðurinn Sandra María númer þrjú, sóknarmaðurinn Emilía Kiær númer fimm og varnarmaðurinn Natasha Anasi númer ellefu.

Hér fyrir neðan má sjá öll númerin fyrir kvöldið.

Hópur Íslands í kvöld
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
13. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
3. Sandra María Jessen
4. Elísa Viðarsdóttir
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
9. Sædís Rún Heiðarsdóttir
11. Natasha Anasi
14. Hlín Eiríksdóttir
15. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
16. Hildur Antonsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
18. Guðrún Arnardóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
20. Guðný Árnadóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Amanda Andradóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Athugasemdir
banner
banner