Heimild: RÚV
Gylfi Þór Sigurðsson trónir á toppnum á lista Fótbolta.net yfir bestu leikmenn Bestu deildarinnar.
Það voru mikil læti í kringum skipti Gylfa frá Val til Víkings og í viðtali við RÚV er hann spurður að því hvort hann kvíði því að mæta á Hlíðarenda þar sem Valur og Víkingur munu mætast í fjórðu umferð.
Það voru mikil læti í kringum skipti Gylfa frá Val til Víkings og í viðtali við RÚV er hann spurður að því hvort hann kvíði því að mæta á Hlíðarenda þar sem Valur og Víkingur munu mætast í fjórðu umferð.
„Nei, bara spenntur. Þú vilt vera að spila við stærstu liðin og Valur er auðvitað eitt af þeim. Ég held að sá leikur verði mjög skemmtilegur. Þessir leikir á milli Vals og Víkings í fyrra voru mjög skemmtilegir," segir Gylfi.
Eins og flestir lesendur vita var Gylfi fjarverandi frá fótbolta í tvö ár, frá 2021 til 2023. Í viðtalinu við RÚV segist hann meðal annars hafa notað þann tíma til að læra spænsku og segist vera orðinn sleipur í tungumálinu.
„Já ég skil töluvert, það er aðeins erfitt að púsla þátíðinni saman þegar maður byrjar að tala en ég svona get reddað mér nokkuð mikið á spænsku."
Á þeim tveimur árum sem Gylfi Þór Sigurðsson var fjarverandi frá fótboltaiðkun lærði hann nýtt tungumál og hannaði heimasíðu fyrir netverslun.
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 3, 2025
????????https://t.co/Yqy0cwBEPY pic.twitter.com/ulU9mIJ6ZB
Hér má sjá viðtal við Gylfa sem Fótbolti.net tók í febrúar, þegar hann hafði skipt yfir í Víking:
Athugasemdir