Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Þori að veðja hárri upphæð á að hann muni fá styttu
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Hann er einn besti miðjumaður sem hefur spilað í þessu landi og einn besti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar," segir Pep Guardiola, stjóri Manchester City, um Kevin De Bruyne.

Hann segir að það verði sorgardagur í sumar þegar De Bruyne yfirgefur félagið og líkir því við það þegar Vincent Kompany, Sergio Aguero og David Silva fóru. Það er stytta af þeim öllum fyrir utan heimavöll City og líklegt að De Bruyne fái líka styttu.

„Ég þori að veðja hárri upphæð á að hann muni fá styttu. Ég þarf ekki að segja ykkur hvaða áhrif hann hefur haft á liðið. Það er erfitt að ímynda sér þann árangur sem við höfum náð undanfarinn áratug án hans."

De Bruyne er 33 ára en í morgun tilkynnti hann að hann myndi yfirgefa City í sumar þegar samningur hans rennur út.

Belginn hefur unnið sextán bikara síðan hann kom til City frá Wolfsburg 2015, þar á meðal sex úrvalsdeildartitla og Meistaradeildina 2023. Hann er einn af bestu miðjumönnum í sögu deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner