Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 08:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þórsvöllur lítur mjög vel út"
Af æfingu ÍBV á Helgafellsvelli í gær.
Af æfingu ÍBV á Helgafellsvelli í gær.
Mynd: ÍBV
ÍBV mun spila sinn fyrsta heimaleik á þessu tímabili á Þórsvelli en sá völlur er ekki langt frá Hásteinsvelli. Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og ætti hann að vera orðinn klár í maí.

„Ég á ekki von á öðru en að spilað verði á Hásteinsvelli í maí. Þórsvöllur lítur mjög vel út, við æfðum í fyrsta skipti í morgun á Helgafellsvelli, sá völlur er ágætur en Þórsvöllurinn er betri. Við ætlum bara að reyna spara hann svo að hann verði mjög góður í fyrsta heimaleik. Ég sé því ekkert til fyrirstöðu en að við spilum fyrsta heimaleik á grasi," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net í gær.

„Svo er Hásteinsvöllur bara á tíma, það er búið að leggja hitaleiðslur. Framkvæmdin lítur út fyrir að vera á pari miðað við áætlanir," sagði Láki.

Fyrstu fimm leikir ÍBV:
7. apríl, Víkingur R. - ÍBV (Víkingsvöllur)
13. apríl, Afturelding - ÍBV (Malbikstöðin að Varmá)
24. apríl, ÍBV - Fram (Hásteinsvöllur)
28. apríl, Stjarnan - ÍBV (Samsungvöllurinn)
4. maí, ÍBV - Vestri (Hásteinsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner