Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 10:16
Elvar Geir Magnússon
Jón Þór byrjar Bestu deildina í stúkunni
Jón Þór er í banni í fyrstu umferð.
Jón Þór er í banni í fyrstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Úlfarsárdal.
Frá Úlfarsárdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deildin er að hefjast og ÍA á útileik gegn Fram í fyrstu umferð, leik sem verður á sunnudagskvöld.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, verður í banni eftir rauða spjaldið sem hann fékk í látunum eftir frægan leik ÍA gegn Víkingi í fyrra. Mikil læti urðu eftir leikinn en löglegt mark var tekið af ÍA á ögurstundu.

Það var annað rauða spjald Jóns Þórs á tímabilinu og fékk hann tveggja leikja bann, hann var í banni gegn Val í lokaumferðinni og seinni leikurinn færist milli tímabila og hann verður því í stúkunni í Úlfarsárdal á sunnudag.

ÍA er spáð sjötta sæti í Bestu deildinni.

„Stemningin í leikmannahópnum er mjög góð. Við fórum í frábæra æfingaferð til Tenerife sem heppnaðist mjög vel. Þar náðum við að blanda saman góðum æfingum og stemmningu utan æfinga þar sem hópurinn slípaðist mjög vel saman," sagði Jón Þór í viðtali við Fótbolta.net í vikunni.

laugardagur 5. apríl
19:15 Breiðablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)

sunnudagur 6. apríl
14:00 Valur-Vestri (N1-völlurinn Hlíðarenda)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)

mánudagur 7. apríl
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner