Eyjamaðurinn Jón Kristinn Elíasson er að ganga í raðir Víkings í Ólafsvík en hann kemur til félagsins frá ÍBV. Frá þessu sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, í samtali við Fótbolta.net.
„Jón Kristinn er að fara í Víking Ólafsvík og það er búið að vera ljóst í nokkurn tíma."
„Hann er búinn að vera varamarkmaður hjá ÍBV í langan tíma. Við töldum þetta vera mjög gott fyrir hans þróun að verða aðalmarkmaður Víkings Ólafsvíkur," sagði Láki.
„Jón Kristinn er að fara í Víking Ólafsvík og það er búið að vera ljóst í nokkurn tíma."
„Hann er búinn að vera varamarkmaður hjá ÍBV í langan tíma. Við töldum þetta vera mjög gott fyrir hans þróun að verða aðalmarkmaður Víkings Ólafsvíkur," sagði Láki.
Jón Kristinn er 24 ára markmaður sem á samanlagt að baki 56 meistaraflokksleiki með ÍBV og venslaliðinu KFS. Hann lék sjö Lengjudeildarleiki fyrri hluta sumars með ÍBV í fyrra.
Ólafsvíkingar enduðu í 4. sæti 2. deildar á síðasta tímabili. 2. deild byrjar í maí og mætir Víkingur liði Víðis í fyrstu umferð þann 3. maí. Næsti leikur Víkings er hins vegar bikarleikur gegn Smára sem fram fer næsta miðvikudag á Ólafsvíkurvelli. Þar er spilað um sæti í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Athugasemdir