Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 13:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KV kynnir þrjár goðsagnir (Staðfest) - Geitin á leiðinni?
Aron Bjarki Jósepsson, Pálmi Rafn Pálmason og Theódór Elmar Bjarnason.
Aron Bjarki Jósepsson, Pálmi Rafn Pálmason og Theódór Elmar Bjarnason.
Mynd: KV
KV hefur kynnt til leiks þrjár goðsagnir með glæsilegu myndbandi á samfélagsmiðlum sínum.

Það eru þeir Aron Bjarki Jósepsson, Pálmi Rafn Pálmason og Theódór Elmar Bjarnason sem eiga allir glæsilegan feril að baki í KR.

Þeir koma allir til með að ljúka fótboltaferlum sínum með KV í 3. deildinni í sumar en ef þeir spila mikið, þá er þetta stórkostlegur liðsstyrkur.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru góðar líkur á því að Óskar Örn Hauksson, sem margir telja besta leikmann í sögu efstu deildar, muni einnig spila eitthvað með KV í sumar.

KV hafnaði í áttunda sæti 3. deildar síðasta sumar en þeir stefna hærra á komandi keppnistímabili.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið flotta sem KV media býður upp á með þessum fréttum.


Athugasemdir
banner