Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
banner
   fös 04. apríl 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þarf stundum að minna mig á hvað það er næs að búa í Madríd"
Icelandair
Er á sínu fyrsta tímabili á Spáni.
Er á sínu fyrsta tímabili á Spáni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásdís Karen kom í vetur til Madrídar.
Ásdís Karen kom í vetur til Madrídar.
Mynd: Madrid CFF
Hildur gæti spilað sinn 23. landsleik í dag.
Hildur gæti spilað sinn 23. landsleik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Antonsdóttir er leikmaður Madrid CFF á Spáni en hún hefur verið þar síðan í sumar. Miðjumaðurinn kom frá Fortuna Sittard í Hollandi og hefur verið í stóru hlutverki í spænska liðinu, ef frá eru taldir síðustu tveir mánuðir en Hildur hefur glímt við meiðsli að undanförnu.

Landsliðskonan ræddi um Spán og Madrid í viðtali við Fótbolta.net í vikunni.

„Lífið á Spáni er rosa næs, það er reyndar búin að vera rigning í svona mánuð, en held að það sé búið núna. Lífið er bara næs, gaman á æfingum og vel hugsað um mann."

„Madríd er geggjuð borg, ég mæli með að fólk fari í ferð þangað. Ég er búin að eyða miklum tíma núna í borginni, ég er búin að vera í endurhæfingu og þegar stelpurnar eru að ferðast í leiki þá er ég bara að upplifa borgina. Ég þarf stundum að minna mig á hvað það er næs að búa í Madríd."

„Það er svo margt geggjað við Madríd. Í fyrsta lagi er fullt af góðum veitingastöðum og þannig. Svo er stemningin svo næs, það eru allir nokkuð rólegir og fólk er bara úti að labba í görðunum. Það er hægt að labba endalaust og njóta mannlífsins."


Madrid CFF er í 10. sæti spænsku deildarinnar, níu stigum fyrir ofan fallsæti og átta stigum frá fimmta sæti deildarinnar.

„Boltinn á Spáni hentar mér, liðið mitt leggur mikla áherslu á varnarleik og það hjálpar mér, ég er góð í því. Boltinn er samt einhvern veginn allt öðruvísi en ég bjóst við, maður hugsar um Spán og það er bara tiki-taka og eitthvað þannig, en þetta er ekkert endilega þannig. Liðin eru bara ótrúlega 'physical' og agressíf og spila líka langa bolta fram. Þetta er allt öðruvísi en maður bjóst við."

Ásdís Karen Halldórsdóttir kom til Madrídar frá Lilleström í vetrarglugganum. Hildur er ánægður með komu hennar.

„Það er geggjað að fá annan Íslending, hjálpar mér ótrúlega mikið og vonandi henni líka. Það hjálpar að geta talað íslensku inn á milli og úr sömu menningu. Það munar ótrúlega miklu."

„Það kannski setur smá strik í spænsku lærdóminn, nú tala ég aðeins meiri íslensku,"
sagði Hildur og brosti. „Maður þarf að tala spænsku á æfingum af því þjálfararnir og leikmenn tala spænsku, skilja sumar ekki ensku. Maður þarf að læra spænsku og tala hana."

„Gengi liðsins hafði verið smá niður á við, en við erum á leið upp, unnum síðasta leik og héldum loksins hreinu. Málið með þessa deild er að Barcelona er langbesta liðið en ég myndi segja að öll hin liðin séu rosalega jöfn. Maður fer í alla leiki og þú veist ekki hvort þú sért að fara vinna eða tapa. Deildin er alveg það jöfn, vinnst oft á einu marki. Vonandi erum við á uppleið núna og náum að halda því áfram,"
sagði Hildur.

Hún undirbýr sig þessa stundina fyrir leik Íslands gegn Noregi sem hefst klukkan 16:45 í dag. Sá leikur er liður í Þjóðadeildinni og fer fram á Þróttarvelli.
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Athugasemdir
banner