Besta deildin fer af stað á laugardag og að undanförnu hefur verið hitað upp fyrir tímabilið með skemmtilegum myndböndum. Í nýjasta myndbandinu er Gylfi Þór Sigurðsson, stærsta stjarna deildarinnar, í aðalhlutverki.
Gylfi fór frá Val í Víking fyrir nokkrum vikum síðan en Breiðablik vildi einnig fá Gylfa í sínar raðir. Hann valdi hins vegar að fara í Víking.
Í nýjasta myndbandinu mála Blikarnir pallinn hjá Gylfa grænan. Er þarna líka verið að vitna til þess að einhver stuðningsmaður Blika málaði bretti Víkinga græn fyrir úrslitaleikinn í Bestu deildinni í fyrra.
Víkingar höfðu sett upp bretti fyrir leikinn til þess að koma fleiri stuðningsmönnum fyrir á leikinn. Í skjóli nætur höfðu brettin verið máluð græn og voru Víkingar ekki sáttir.
Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu auglýsingu fyrir Bestu deildina en opnunarleikurinn fyrir Bestu deildina fer fram á morgun þegar Breiðablik og Afturelding eigast við.
Blikar hjálpa Gylfa við vorverkin! ????
— Besta deildin (@bestadeildin) April 4, 2025
Besta deildin hefst 5. apríl, sjáumst á vellinum! #bestadeildin pic.twitter.com/i68Cq783Ml
Athugasemdir