Daníel Hafsteinsson var fenginn til Víkinga frá KA núna í vetur. Samningur hans við KA rann út og Víkingar náðu að klófesta hann.
Daníel hefur farið vel af stað með Víkingum og lék vel með liðinu gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni. Halldór Smári Sigurðsson og Tómas Guðmundsson, fyrrum leikmenn Víkinga, hafa mikla trú á að Daníel muni reynast félaginu vel.
Daníel hefur farið vel af stað með Víkingum og lék vel með liðinu gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni. Halldór Smári Sigurðsson og Tómas Guðmundsson, fyrrum leikmenn Víkinga, hafa mikla trú á að Daníel muni reynast félaginu vel.
„Ég er svo sáttur með þau kaup, hann hefur alltaf verið geggjaður," sagði Tómas Guðmundsson, fyrrum leikmaður Víkinga, í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net.
„Ég held að þetta muni reynast besta 'signing' ársins," sagði Halldór Smári.
„Hann er ógeðslega góður. Ég vissi að hann væri góður í fótbolta en hann er betri en ég hélt," sagði Halldór jafnframt.
Daníel mun væntanlega fylla í það skarð sem Gísli Gottskálk Þórðarson skildi eftir sig en KA-menn koma til með að sakna hans mikið. Hann var þeirra besti leikmaður á síðasta tímabili.
Athugasemdir