Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framarar hittast í Keiluhöllinni annað kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningshópur Fram, Geiramenn, ætla að sameinast í Keiluhöllinni í Grafarvogi á laugardag og hita vel upp fyrir tímabilið. Viðburðurinn hefst klukkan 20:00.

„Við ætlum að hittast daginn fyrir leik og ræða málin fyrir komandi tímabil. Þetta er góð stund til að stilla saman strengi og hita upp fyrir það sem fram undan er. Við hvetjum alla Framara til að mæta, sýna stuðning og vera með frá byrjun. Áfram Fram!"

Guðmundur Torfason, goðsögn hjá Fram og formaður fótboltadeildar, ætlar að mæta.

Leikmenn liðsins ætla líka að kíkja í heimsókn og mögulega einhver úr þjálfarateyminu. Ný treyja liðsins verður frumsýnd og þá verður happdrætti þar sem árituð treyja verður í verðlaun.

Söngbók Geiramanna verður frumsýnd en flest lögin eru nú loksins komin á blað.

„Viðburðurinn er opin öllum stuðningsmönnum Fram – bæði nýjum og eldri. Komdu og hittu annað stuðningsfólk, taktu þátt í stemmingunni og sýndu lit og gerðu þig kláran fyrir tímabilið!"

Smelltu hér til að kynna þér viðburðinn á Facebook
Athugasemdir
banner
banner