Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Jón Daði veit að ég elska hann, en hvað í andskotanum var þetta?"
Icelandair
Jón Daði var frábær gegn Tyrkjum.
Jón Daði var frábær gegn Tyrkjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason var gestur þeirra Jóa Skúla og Orra Eiríks í lokaþætti Svona var Ísland. Kári ræddi þar um íslenska landsliðið og voru árin 2006-2021 til umræðu. Skemmtilegur þáttur sem vel er hægt að mæla með.

Í samalinu barst talið að Jón Daða Böðvarssyni. Hann var í stóru hlutverki á gullaldartímabili landsliðsins, lék frammi og hljóp á við tvo. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik 2012 gegn Andorra en hans fyrsti keppnisleikur kom haustið 2014 þegar hann byrjaði óvænt gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli. Skemmst er frá því að segja að hann var frábær í þeim leik, skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Íslands.

Kári ræddi um aðdragandann að Tyrklandsleiknum í þættinum sem hægt er að hlusta á hér neðst.

„Þetta er minning sem ég man, við vorum bara „hver er þessi gæi?" Jón Daði veit alveg að ég elska hann, en gæðin hans á þessum fyrstu æfingum minntu pínu á mitt fyrsta verkefni. Maður var bara „what the hell?" En Lalli (Lars Lagerback) sá eitthvað æðislegt í þessum gæja. Hann var örugglega búinn að krönsa hlaupatölur eða eitthvað álíka," sagði Kári sem sagði frá því í þættinum, og hefur gert áður, að frammistaða sín í hans fyrsta landsliðverkefni árið 2005 hafi verið hræðileg.

„Þegar við sjáum byrjunarliðið þá fórum við að hvísla okkar á milli „hvað er í gangi?" Svo er Jón Daði bara maður leiksins, geggjaður og lítur ekki um öxl."

„Á æfingum voru þetta bara ekki næg gæði til þess að vera framherji í liðinu, en svo sýndi hann að hann væri með gæði í leiknum,"
sagði Kári.


Athugasemdir