Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 14:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að spila í Grindavík í sumar
Lengjudeildin
Frá Stakkavíkurvelli.
Frá Stakkavíkurvelli.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Grindavík hefur tilkynnt það að heimaleikir liðsins í Lengjudeild karla í sumar muni fara fram í Grindavík. Þetta eru vægast sagt athyglisverð tíðindi en það gerðist síðast í þessari viku að bærinn var rýmdur út af eldgosahættu.

Það hafa verið miklar jarðhræingar í Grindavík í langan tíma; það búa ekki margir í bænum um þessar mundir og er ekki mikil starfsemi á svæðinu. Þó stefnir Grindavík á það að spila í bænum í sumar.

Tilkynning Grindavíkur
Sláttur hafinn á Stakkavíkurvelli.

Það styttist í sumarið og í morgun hófu starfsmenn hjá Golfklúbbi Grindavíkur slátt á Stakkavíkurvelli þar sem Grindavík mun leika heimaleiki sína í Lengjudeild karla í sumar.

Völlurinn kemur vel undan vetri og ágæt spretta á vellinum. Á næstu vikum verður völlurinn gataður og sandaður.

Stakkavíkurvöllur verður því vonandi í sínu allra besta ásigkomulagi í sumar. Ekkert var leikið á vellinum á síðustu leiktíð sökum jarðhræringa.

Fyrsti heimaleikur Grindavíkur á Stakkavíkurvelli er áformaður þann 9. maí næstkomandi.

Áfram Grindavík.


Athugasemdir
banner