Breiðablik átti mjög sterkan leikmannaglugga í vetur eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrra. Mjög öflugir leikmenn hafa skipt yfir til félagsins.
Einn þeirra er Valgeir Valgeirsson sem kom heim frá Svíþjóð. Valgeir er uppalinn HK-ingur en það er ekki mikið að trufla stuðningsmenn Blika.
Einn þeirra er Valgeir Valgeirsson sem kom heim frá Svíþjóð. Valgeir er uppalinn HK-ingur en það er ekki mikið að trufla stuðningsmenn Blika.
„Valgeir Valgeirs smellur eins og flís við rass í þetta Blikalið," sagði Eysteinn Þorri Björgvinsson í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net.
„Það gerir þetta bara enn betra (að Valgeir sé HK-ingur," sagði Sigurjón Jónsson í þættinum.
„HK-ingar eins og Hjörvar Hafliðason, þegar hann kom yfir í Breiðblik þá varð hann gríðarlegur Bliki á núll einni. Það hafa fleiri gert þetta, Jón Þorgrímur Stefánsson, Guðmundur Atli og Gunnleifur Gunnleifsson."
„Hann er bara kominn heim," sagði Sigurjón léttur.
„Valgeir er frábær karakter og algjör stríðsmaður. Þegar hann var í HK og við gerðum það að listgrein að tapa gegn HK upp í Kór, þá var hann gjörsamlega óþolandi og var út um allt," sagði Eysteinn.
„Það er léttur Luis Suarez í honum," sagði Sigurjón en Valgeir er leikmaður sem er ekki gaman að spila á móti.
Athugasemdir