Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius og Mbappe ekki í banni gegn Arsenal - Rudiger sektaður
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Evrópska fótboltasamandið, UEFA, hefur ákveðið að refsa ekki leikmönnum Real Madrid fyrir hegðun sína í seinni leik liðsins gegn grönnum sínum í Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Real vann leikinn í vítaspyrnukeppni en nokkriir leikmenn liðsins misstu stjórn á tilfinningum sínum og ögruðu stuðningsmönnum Atletico.

Antonio Rudiger var myndaður þegar hann horfði upp í stúku í átt að stuðningsmönnum Atletico og var með látbragð eins og hann væri að skera sig á háls.

Mbappé, Vinícius og Ceballos eru sakaðir um að hafa verið með ósiðlegar bendingar í átt að stuðningsfólki Atlético á leið sinni af vellinum eftir vítakeppnina.

UEFA var með málið til rannsóknar og talað var um að leikmennirnir gætu fengið bann. Rudiger var hins vegar sektaður um 40 þúsund evrur en hinir þrír sluppu við refsingu. Þeir verða því allir til taks þegar Real Madrid mætiir Arsenal í 8-liða úrslitunum en liðin mætast í fyrri leik liðanna í Lundúnum á þriðjudaginn.


Athugasemdir
banner
banner