Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
   fös 04. apríl 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stendur með Trent: Skil ekki alla þessa neikvæðni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fótboltasérfræðingurinn Paul Merson segist skilja ákvörðun Trent Alexander-Arnold að yfirgefa Liverpool til að spila fyrir Real Madrid.

Þessi ákvörðun hefur ekki verið staðfest þó að allt bendi til þess að hún sé raunveruleg. Alexander-Arnold rennur út á samningi hjá Liverpool í sumar og er að öllum líkindum búinn að samþykkja samning frá Real Madrid.

„Ég get ekki álasað honum fyrir þessa ákvörðun. Hann hefur verið hjá Liverpool allt sitt líf og er búinn að vinna allt mögulegt með félaginu. Hann er framúrskarandi fótboltamaður sem hefur skilað sínu til uppeldisfélagsins og rúmlega það. Það má ekki gleyma að Real Madrid er alltaf Real Madrid," sagði Merson.

„Liverpool er stórkostlegt fótboltafélag, eitt af þeim allra stærstu í heimi. Real Madrid er samt aðeins stærra. Ég veit ekki um neinn leikmann í fótboltasögunni sem hefur hafnað Real Madrid. Ég óska honum góðs gengis í nýrri áskorun, hann hefur verið dyggur þjónn fyrir Liverpool og er búinn að borga uppeldiskostnaðinn sinn margfalt til baka.

„Ég skil ekki af hverju hann fær svona mikla neikvæðni. Hann er uppalinn og kostaði því félagið ekki neitt nema sanngjarnar launagreiðslur. Hann getur gengið frá félaginu berandi höfuðið hátt."

Athugasemdir