
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er leikmaður Tampa Bay Sun sem spilar í USL ofurdeildinni í Bandaríkunum. Sú deild er ný af nálinni í Bandaríkjunum, tímabilið í ár er það fyrsta.
Andrea lék hálft tímabil með FH á Íslandi á síðasta ári áður en hún hélt til Tampa. Andrea hafði áður reynt fyrir sér í atvinnumennsku í Bandaríkjunum en hún var árið 2021 leikmaður Houston Dash. Hún var svo á mála hjá América og Mazatlán í Mexíkó áður en hún lék með FH, en hún er uppalin hjá Breiðabliki.
Á yngri árum var landsliðskonan í háskólanámi við South Florida háskólann og þekkir því vel til vestanhafs. Hún var í viðtali í vikunni spurð út í Bandaríkin.
Andrea lék hálft tímabil með FH á Íslandi á síðasta ári áður en hún hélt til Tampa. Andrea hafði áður reynt fyrir sér í atvinnumennsku í Bandaríkjunum en hún var árið 2021 leikmaður Houston Dash. Hún var svo á mála hjá América og Mazatlán í Mexíkó áður en hún lék með FH, en hún er uppalin hjá Breiðabliki.
Á yngri árum var landsliðskonan í háskólanámi við South Florida háskólann og þekkir því vel til vestanhafs. Hún var í viðtali í vikunni spurð út í Bandaríkin.
„Það hefur gengið mjög vel að spila, gengið allt í blóma og allir sáttir," sagði Andrea.
Tampa Bay er í 5. sæti deildarinnar, fimm stigum frá sæti í úrslitakeppninni þegar liðið á átta leiki eftir.
„Ef þú spyrð stelpurnar þá myndu þær örugglega segja já, að ég væri orðin mikill Kani. Svarið er því ábyggilega já. Ég fíla bara menninguna og stemninguna, og veðrið að sjálfsögðu - það er bónus. Það er reyndar ljómandi veður núna, ég kvarta ekki. Þetta er bara aðeins öðruvísi úti."
„Liðinu mínu gæti gengið betur, en samt sem áður erum við á réttri leið. Markmiðið er að komast í úrslitakeppni. Þetta er ný deild og nýtt lið. Það er alltaf hægt að bæta hluti, en aftur á móti gefur maður því svolítið séns af því að þetta er nýtt. Það þarf bara að finna út hvað virkar og hvað ekki, en þetta er allt á réttri leið."
„Ég er sátt eins og er, er svolítið að stefna á það sem við erum að gera núna. Svo gerist bara í ljós hvað gerist næst. Ég ætla ekki að fara fram úr sjálfri mér og fara að horfa eitthvað annað. Ég ætla bara að vera svolítið í núinu," sagði Andrea en viðtalið má nálgast hér að neðan.
Hún undirbýr sig þessa stundina fyrir leik Íslands og Noregs sem hefst klukkan 16:45 í dag. Ef hún kemur við sögu í leiknum verður það hennar 15. landsleikur.
Athugasemdir