Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Býst við vel yfir þúsund manns úr Mosó
Afturelding vann umspilið í Lengjudeildinni í fyrra.
Afturelding vann umspilið í Lengjudeildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóri Árna.
Dóri Árna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 á morgun hefst Besta deildin þegar Íslandsmeistararnir taka á móti nýliðum Aftureldingar á Kópavogsvelli. Í spá Fótbolta.net er Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum og Aftureldingu er spáð 10. sætinu.

Það má búast við að margmenni verði í Smáranum á laugardagskvöldið.

„Það er gaman að fá Aftureldingu í fyrsta leik, ég þykist vera viss um að þeir muni fjölmenna á Kópavogsvöll og Blikar líka. Ég held að það verði bara tvær fullar stúkur og þvílík stemning. Þetta verður bara algjör veisla," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.netí í vikunni en viðtalið við hann má nálgast í spilaranum neðst.

„Ég held að það verði örugglega vel yfir þúsund manns úr Mosó og ég ætla rétt að vona ennþá fleiri úr Kópavoginum. Við fyllum báðar stúkurnar og gerum geggjaðan dag úr þessu."
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Athugasemdir
banner