Klukkan 19:15 á morgun hefst Besta deildin þegar Íslandsmeistararnir taka á móti nýliðum Aftureldingar á Kópavogsvelli. Í spá Fótbolta.net er Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum og Aftureldingu er spáð 10. sætinu.
Það má búast við að margmenni verði í Smáranum á laugardagskvöldið.
Það má búast við að margmenni verði í Smáranum á laugardagskvöldið.
„Það er gaman að fá Aftureldingu í fyrsta leik, ég þykist vera viss um að þeir muni fjölmenna á Kópavogsvöll og Blikar líka. Ég held að það verði bara tvær fullar stúkur og þvílík stemning. Þetta verður bara algjör veisla," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.netí í vikunni en viðtalið við hann má nálgast í spilaranum neðst.
„Ég held að það verði örugglega vel yfir þúsund manns úr Mosó og ég ætla rétt að vona ennþá fleiri úr Kópavoginum. Við fyllum báðar stúkurnar og gerum geggjaðan dag úr þessu."
Athugasemdir