
Ísland mætir Noregi klukkan 16:45 í þriðju umferð riðlakeppninnar í Sambandsdeildinni. Leikurinn fer fram á Þróttarvelli í Laugardal og er uppselt á leikinn. Fótbolti.net textalýsir leiknum og hann er í beinni útsendingu á RÚV.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, er búinn að opinbera byrjunarliðið. Cecilía Rán er áfram í markinu og Guðrún Arnardóttir leysir Glódísi Perlu Viggósdóttur af. Guðrún verður við hlið fyrirliðans Ingibjargar Sigurðardóttur í hjarta varnarinnar, Guðný Árnadóttir er í hægri bakverði, Sædís Rún er í vinstri bakverði og fyrir framan vörnina verða þær Hildur Antonsdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir. Fremst á miðjunni er svo Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem spilar sinn 50. landsleik í dag.
Þær þrjár fremstu eru þær Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Alls eru fimm breytingar frá síðasta leik sem var gegn Frakklandi. Sandra María Jessen, Andrea Rán Hauksdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir taka sér sæti á bekknum, Alexandra Jóhannsdóttir er í leikbanni og Glódís er meidd. Dagný Brynjarsdóttir er einnig í leikbanni í dag.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, er búinn að opinbera byrjunarliðið. Cecilía Rán er áfram í markinu og Guðrún Arnardóttir leysir Glódísi Perlu Viggósdóttur af. Guðrún verður við hlið fyrirliðans Ingibjargar Sigurðardóttur í hjarta varnarinnar, Guðný Árnadóttir er í hægri bakverði, Sædís Rún er í vinstri bakverði og fyrir framan vörnina verða þær Hildur Antonsdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir. Fremst á miðjunni er svo Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem spilar sinn 50. landsleik í dag.
Þær þrjár fremstu eru þær Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Alls eru fimm breytingar frá síðasta leik sem var gegn Frakklandi. Sandra María Jessen, Andrea Rán Hauksdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir taka sér sæti á bekknum, Alexandra Jóhannsdóttir er í leikbanni og Glódís er meidd. Dagný Brynjarsdóttir er einnig í leikbanni í dag.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Noregur
Byrjunarlið Íslands:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
9. Sædís Rún Heiðarsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
16. Hildur Antonsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
20. Guðný Árnadóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 6 - 2 | +4 | 9 |
2. Noregur | 3 | 1 | 1 | 1 | 2 - 2 | 0 | 4 |
3. Ísland | 3 | 0 | 2 | 1 | 2 - 3 | -1 | 2 |
4. Sviss | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 - 4 | -3 | 1 |
Athugasemdir