Eiginkona James Tarkowski hefur stigið fram og fordæmt líflátshótanir frá stuðningsmönnum Liverpool í garð eiginmanns síns.
Tarkowski átti glórulausa tæklingu í erkifjendaslag Liverpool og Everton í vikunni og Alexis Mac Allister var heppinn að sleppa heill úr henni. Dómarar leiksins gerðu mistök með því að reka Tarkowski ekki af velli.
Tarkowski átti glórulausa tæklingu í erkifjendaslag Liverpool og Everton í vikunni og Alexis Mac Allister var heppinn að sleppa heill úr henni. Dómarar leiksins gerðu mistök með því að reka Tarkowski ekki af velli.
Tarkowski bað Mac Allister afsökunar eftir leik en Samantha, eiginkona varnarmannsins, segir það ekki hafa stöðvað ýmsa reiða stuðningsmenn í að senda ljót skilaboð til síns manns á samfélagsmiðlum.
„Ég ætlaði ekki að tjá mig og reyna að hlæja bara að þessu en 'fokk it'. Hótanirnar sem eiginmaður minn er að fá eru viðbjóðslegar. Hann fær líflátshótanir, svívirðileg ummæli um mig og okkur sem hjón og ráðist er á hans persónu," skrifar Samantha á Instagram.
„Fólk gleymir því að hann er meira en fótboltamaður. Hann er eiginmaður, faðir, bróðir vinur og það sem er mikilvægast er hann faðir barnanna okkar tveggja. Hann fer og vinnur sína vinnu og uppsker svona mikið hatur. Þið sem haldið að hann hafi vísvitandi ætlað að meiða annan einstakling, er ykkur alvara!?"
„Hvernig sumir svokallaðir 'aðdáendur' haga sér er skammarlegt. Áreiti og hótanir eru ekki ástríða. Við erum alvöru manneskjur og þetta fer út fyrir fótbolta."
Athugasemdir