Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou um fagnið: Magnað hvernig fólk getur rangtúlkað hluti
Postecoglou varð í kvöld fyrsti þjálfarinn í sögu Tottenham til að tapa fyrstu fjórum deildarleikjum sínum gegn Chelsea.
Postecoglou varð í kvöld fyrsti þjálfarinn í sögu Tottenham til að tapa fyrstu fjórum deildarleikjum sínum gegn Chelsea.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Tottenham bauluðu og sungu gegn Ange Postecoglou í 1-0 tapi liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Sóknarleikur Tottenham var ekki upp á marga fiska og verðskuldaði Chelsea sigurinn. Pape Matar Sarr hélt þó að hann hefði jafnað þegar hann setti boltann í netið fyrir Tottenham en ekki dæmt mark eftir langa athugun. Craig Pawson dómari var sendur að skjánum og tók hann nokkrar mínútur að snúa upprunalegri ákvörðun sinni við og hætta við að dæma mark. Í staðinn gaf hann Sarr gult spjald fyrir brot í aðdraganda marksins.

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu þegar Postecoglou ákvað að skipta Lucas Bergvall af velli fyrir Sarr. Þeir sungu að Postecoglou vissi ekki hvað hann væri að gera, en svo skoraði Sarr þetta sem leit út fyrir að vera jöfnunarmark. Postecoglou fagnaði með að setja hendurnar að eyrum sér eins og til að sýna að hann hafði rétt fyrir sér með skiptingunni. Þjálfarinn neitar þó að það hafi verið meiningin.

„Ég vildi að stuðningsmenn myndu gleðjast með okkur og láta heyra í sér. Við skoruðum frábært mark og ég vildi sjá stuðningsmenn fagna. Þeir hafa ekki haft mörg tækifæri til að fagna á tímabilinu," sagði Postecoglou og hélt svo áfram. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn baula á skiptingar sem ég geri. Þeir hafa fullan rétt á því að baula en ég vildi sjá þá fagna. Mér fannst þetta frábært mark.

„Það er magnað hvernig fólk getur rangtúlkað hluti. Ég vildi bara heyra í þeim fagna, ég vildi heyra hversu háværir stuðningsmenn gætu verið. Ekkert annað. Við hefðum getað unnið leikinn með jöfnunarmarki á þessum tímapunkti.

„Það truflar mig ekki þegar áhorfendur baula á eitthvað sem ég geri. Ætlunin mín var ekki að ögra neinum."


Tottenham er í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar, með 34 stig eftir 30 umferðir.

Video of Ange cupping his ear toward the away fans after Sarr's goal (clipped from the post-game show)
byu/Needmorebeer69240 incoys

Athugasemdir
banner