„Hörkuleikur hérna í Kórnum" sagði Guðni Þór Einarsson, annar þjálfari HK, eftir 2-2 jafntefli gegn Augnablik í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar. HK óðu í færum í leiknum og þá sérstaklega í seinni hálfleik en náðu þó ekki að sækja sigurinn.
Lestu um leikinn: HK 2 - 2 Augnablik
„Súrt að ná ekki að vinna fyrsta leikinn. Mér líður eins og eftir tap svona miðað við færin í seinni hálfleik þá er súrt að ná ekki að nýta allavega eitt af þeim og koma okkur í forystu.“
Aðspurður hvort að hann sé sáttur með frammistöðuna sagði hann: „Heilt yfir vil ég fá sigur en frammistaðan í seinni hálfleik var bara mjög góð. Við nánast gefum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik og á móti góðu liði þá er það ekki auðvelt.“
HK er spáð 2. sæti í deildinni af þjálfurum og fyrirliðum, hvernig birtist það HK-fólki? „Bara svona í takt við undirbúningstímabilið en spá er alltaf bara spá.“
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.