Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fim 03. október 2013 16:15
Alexander Freyr Tamimi
Þorlákur Árnason hættur með Stjörnuna (Staðfest)
Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason er hættur þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar. Þetta staðfesti Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna, við Fótbolta.net rétt í þessu.

Þorlákur hefur verið þjálfari Stjörnunnar undanfarin þrjú tímabil og undir hans stjórn hefur liðið náð frábærum og sögulegum árangri.

Árið 2011 gerði Þorlákur Stjörnuna að Íslandsmeisturum í fyrsta skiptið í sögu félagsins, og ári síðar varð Stjarnan bikarmeistari. Í ár vann Stjarnan svo Pepsi-deildina sannfærandi með fullt hús stiga.

,,Þessi ákvörðun var tekin í fullkominni sátt við okkur. Við viljum bara þakka Þorláki fyrir frábært og árangursríkt samstarf undanfarin þrjú ár og óska honum alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði Einar Páll við Fótbolta.net.

Þorlákur mun samkvæmt Einari Páli ekki vera á leið í þjálfun annars félags á næstunni, heldur mun hann einbeita sér að öðrum verkefnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner