
„Þetta voru erfið þrjú stig og eiginlega bara í fyrsta eða annað sinn í sumar sem við erum að basla við að sigla sigrinum heim. En við sigldum þessu heim og það er það sem skiptir máli.“
Voru fyrstu vibrögð Sindra Kristins Ólafssonar markvarðar Keflavíkur eftir 2-1 sigur Keflavíkur á botnliði Leiknis F. á Nettóvellinum í dag.
Voru fyrstu vibrögð Sindra Kristins Ólafssonar markvarðar Keflavíkur eftir 2-1 sigur Keflavíkur á botnliði Leiknis F. á Nettóvellinum í dag.
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 1 Leiknir F.
Eftir fínan fyrri hálfleik gekk Keflavík til leikhlés með tveggja marka forystu og allt í blóma. Þegar út í síðari hálfleikinn fannst fréttaritara votta fyrir kæruleysi í leik liðsins sem hefði getað reynst dýrkeypt fyrir liðið.
„Í fyrri hálfleik eigum við að mér finnst við eiga vera svona fjögur-fimm núll yfir. Við eigum þrjú skot í slá og Joey Gibbs brennir af þvílíku dauðafæri sem hann er ekkert endilega vanur að gera. En i seinni hálfleik þá gengur lítið upp strax frá byrjun og stundum er það þannig að þegar það gengur lítið upp þá virkar það kæruleysislegt en mér fannst við verjast ágætlega.“
Sindri Kristinn hafnaði á dögunum samningstilboði frá Oldham á Englandi og hafði um það örfá orð við fréttaritara.
„Virkilega sáttur með þessa ákvörðun. Þetta var alveg erfið ákvörðun en mér fannst hún vera sú rétta.“
Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir