Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   lau 03. október 2020 20:37
Sverrir Örn Einarsson
Sindri: Fannst við eiga vera svona fjögur-fimm núll yfir
Lengjudeildin
Sindri Kristinn Ólafsson
Sindri Kristinn Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru erfið þrjú stig og eiginlega bara í fyrsta eða annað sinn í sumar sem við erum að basla við að sigla sigrinum heim. En við sigldum þessu heim og það er það sem skiptir máli.“
Voru fyrstu vibrögð Sindra Kristins Ólafssonar markvarðar Keflavíkur eftir 2-1 sigur Keflavíkur á botnliði Leiknis F. á Nettóvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Leiknir F.

Eftir fínan fyrri hálfleik gekk Keflavík til leikhlés með tveggja marka forystu og allt í blóma. Þegar út í síðari hálfleikinn fannst fréttaritara votta fyrir kæruleysi í leik liðsins sem hefði getað reynst dýrkeypt fyrir liðið.

„Í fyrri hálfleik eigum við að mér finnst við eiga vera svona fjögur-fimm núll yfir. Við eigum þrjú skot í slá og Joey Gibbs brennir af þvílíku dauðafæri sem hann er ekkert endilega vanur að gera. En i seinni hálfleik þá gengur lítið upp strax frá byrjun og stundum er það þannig að þegar það gengur lítið upp þá virkar það kæruleysislegt en mér fannst við verjast ágætlega.“

Sindri Kristinn hafnaði á dögunum samningstilboði frá Oldham á Englandi og hafði um það örfá orð við fréttaritara.

„Virkilega sáttur með þessa ákvörðun. Þetta var alveg erfið ákvörðun en mér fannst hún vera sú rétta.“

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner