Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fim 04. apríl 2024 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karólína: Hef samt engar áhyggjur af því
Icelandair
'Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%'
'Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'ið erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. '
'ið erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. '
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Leikurinn leggst mjög vel í mig, þetta er sterkt lið, hörkuleikmenn; margir leikmenn úr Bundesligunni, þannig við erum bara mjög spenntar," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir við Fótbolta.net í gær.

Á morgun mætir Ísland liði Póllands í undankeppni EM. Um fyrsta leik riðilsins er að ræða, leikurinn hefst klukkan 16:45 og fer fram á Kópavogsvelli.

Er þetta svipað lið og liðið sem við mættum 2022 fyrir EM?

„Við vorum reyndar mjög lélegar í þeim leik. Þetta er svipað lið og við vitum að þær eru mjög sterkar. Þetta verður erfiður leikur."

Ewa Pajor er öflugasti leikmaður Póllands, hefur skorað 55 mörk í 70 landsleikjum. Karólína hefur mætt henni í þýsku deildinni. Hversu góð er hún?

„Hún er frábær, við þurfum að leggja leikinn svolítið upp þannig að við lokum á hana. Þær fara mikið upp þar. Ég hef samt engar áhyggjur af því."

Karolína er ekki alveg í sama hlutverki hjá landsliðinu og með félagsliði sínu Leverkusen. „Við erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%."

Karólína var hreinskilin með það að hún fylgdist ekki með drættinum þegar dregið var í undankeppninni. „Ég sá þetta bara eitthvað á netinu. Ég held að við höfum sloppið vel. Þýskaland er frábært lið, en upp og niður svolítið. Pólland og Austurríkur eru kannski svolítið svipuð - en allt frábær lið. Markmiðið er að fara beint á EM," sagði Karólína.

Í viðtalinu ræðir hún um tímann sinn hjá Bayer Leverkusen þar sem hún spilar á láni frá Bayern Munchen. Í lokin tjáði sig hún sig svo um frænda sinn Gylfa Þór Sigurðsson.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner