Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fim 04. apríl 2024 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karólína: Hef samt engar áhyggjur af því
Icelandair
'Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%'
'Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'ið erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. '
'ið erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. '
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Leikurinn leggst mjög vel í mig, þetta er sterkt lið, hörkuleikmenn; margir leikmenn úr Bundesligunni, þannig við erum bara mjög spenntar," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir við Fótbolta.net í gær.

Á morgun mætir Ísland liði Póllands í undankeppni EM. Um fyrsta leik riðilsins er að ræða, leikurinn hefst klukkan 16:45 og fer fram á Kópavogsvelli.

Er þetta svipað lið og liðið sem við mættum 2022 fyrir EM?

„Við vorum reyndar mjög lélegar í þeim leik. Þetta er svipað lið og við vitum að þær eru mjög sterkar. Þetta verður erfiður leikur."

Ewa Pajor er öflugasti leikmaður Póllands, hefur skorað 55 mörk í 70 landsleikjum. Karólína hefur mætt henni í þýsku deildinni. Hversu góð er hún?

„Hún er frábær, við þurfum að leggja leikinn svolítið upp þannig að við lokum á hana. Þær fara mikið upp þar. Ég hef samt engar áhyggjur af því."

Karolína er ekki alveg í sama hlutverki hjá landsliðinu og með félagsliði sínu Leverkusen. „Við erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%."

Karólína var hreinskilin með það að hún fylgdist ekki með drættinum þegar dregið var í undankeppninni. „Ég sá þetta bara eitthvað á netinu. Ég held að við höfum sloppið vel. Þýskaland er frábært lið, en upp og niður svolítið. Pólland og Austurríkur eru kannski svolítið svipuð - en allt frábær lið. Markmiðið er að fara beint á EM," sagði Karólína.

Í viðtalinu ræðir hún um tímann sinn hjá Bayer Leverkusen þar sem hún spilar á láni frá Bayern Munchen. Í lokin tjáði sig hún sig svo um frænda sinn Gylfa Þór Sigurðsson.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner