Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 04. apríl 2024 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sér mögulegan veikleika hjá Pólverjum - „Sérstakur varnarleikur"
Icelandair
Hlín við hlið Ólafar Sigríðar á landsliðsæfingu.
Hlín við hlið Ólafar Sigríðar á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hefði kannski viljað ógna markinu hjá mótherjunum aðeins meira, set þá kröfu á mig sem sóknarmann, en mér finnst ég hafa nýst liðinu ágætlega'
'Ég hefði kannski viljað ógna markinu hjá mótherjunum aðeins meira, set þá kröfu á mig sem sóknarmann, en mér finnst ég hafa nýst liðinu ágætlega'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hlín fagnar marki Íslands í sigri gegn Wales.
Hlín fagnar marki Íslands í sigri gegn Wales.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég persónulega er í mjög góðu standi, er búin að spila mikið, búin að vera skora og er með sjálfstraust. Mér sýnist þær vera með hörkuleik, en eru alveg með sína veikleika og ég held að við getum notfært okkur það," sagði Hlín Eiríksdóttir í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Framundan er landsleikur gegn Póllandi sem fram fer á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16:45 og fer fram á Kópavogsvelli.

Leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni EM.

Er einhver augljós veikleiki?

„Nei, það er kannski ekkert eitt. En varnarleikurinn þeirra er að mínu mati pínulítið sérstakur, spila eiginlega bara maður á mann í vörn sem getur verið styrkleiki eða veikleiki - fer eftir því hvernig við nýtum það."

„Vonandi getum við nýtt það sem veikleika hjá þeim."


Líkamlegi styrkurinn nýtist vel í framlínunni
Hlín hefur talsvert spilað fremst á vellinum með landsliðinu eftir að hafa lengst af spilað sem kantmaður á sínum ferli.

„Það er bara gaman, mér finnst ég hafa nýtt mín tækifæri þar ágætlega. Það er nýtt fyrir mig að spila frammi. Ég hefði kannski viljað ógna markinu hjá mótherjunum aðeins meira, set þá kröfu á mig sem sóknarmann, en mér finnst ég hafa nýst liðinu ágætlega og held að þjálfararnir séu bara nokkuð sáttir og við byggjum ofan á það."

„Að spila frammi er svolítið öðruvísi, en mér finnst ég vera með styrkleika sem ég get nýtt þar, ég er frekar sterk líkamlega og finnst ég hafa gert ágætlega í 'target' spili. Að sjálfsögðu er ég vanari að spila á kantinum og er meira að hlaupa með og án bolta á kantinum. Það er gaman að geta leyst báðar stöður."


Þessi líkamlegi styrkur, er þetta náttúrulegt eða eru þetta þrotlausar æfingar að skila sér?

„Ætli það sé ekki bara bæði. Ég hef lagt mikið á mig, og ég held að við gerum það allar, til að bæta líkamlegan styrk. Síðan erum við kannski mismunandi byggðar. Ég á auðvelt með að bæta á mig vöðvamassa. Það er gott að geta nýtt það á vellinum."

Ertu að spila sömu stöðu, frammi, hjá Kristianstad?

„Ég spila meira á kantinum þar, við spilum með tvo framherja og ég er annar af þeim, en útgangspunkturinn er mjög breitt, þannig ég myndi segja það sé töluvert öðruvísi, en einn af framherjunum engu að síður," sagði Hlín.

Í viðtalinu ræðir hún um Kristianstad og Guðnýju Árnadóttur sem gekk í raðir félagsins fyrr á þessu ári.

Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner