Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 00:20
Brynjar Ingi Erluson
Er Paqueta á leið aftur til Brasilíu?
Mynd: Getty Images
Lucas Paqueta, miðjumaður West Ham á Englandi, er sagður á leið Flamengo í Brasilíu en þetta segja virtustu blaðamenn landsins í kvöld og tekur Fabrizio Romano undir á X.

Paqueta er undir rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar vegna brota á veðmálareglum.

Leikmaðurinn er ásakaður um að hafa fengið viljandi að líta gula spjaldið gegn Leicester, Aston Villa, Bournemouth og Leeds. Hann er grunaður um að hafa gert þetta til að hann og vinir hans gætu hagnast verulega á því á veðmálasíðum.

Ef hann verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára bann.

Brasilíski blaðamaðurinn Vese Casagrande segir að Flamengo í Brasilíu hafi undanfarna daga verið í viðræðum við West Ham um að fá Paqueta á láni.

Paqueta er til í að halda aftur til heimalandsins en hann hóf ferilinn hjá Flamengo áður en hann var seldur til AC Milan árið 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner