Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 04. júlí 2024 21:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þú ert auðvitað að spurja mig fimm mínútum eftir nokkuð vont tap," sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu eftir tap gegn Þór aðspurður hverjar tilfinningarnar væru eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Grótta

„Auðvitað ekki jákvæðar, frammistaðan var sterk af mörgu leiti, ég held ég sé ekki að búa neitt til með því að segja það. Við vorum mjúkir á stórum augnablikum og Þór var öfugt þá. Við fáum eflaust hrós frá Þór, ykkur og frá okkur en fáum engin stig."

Áttuð þið skilið að fá að minnsta kosti stig út úr þessum leik?

„Við fáum mark á okkur alveg undir lokin en þú getur ekki sagt að maður eigi eitthvað skilið eftir 3-1 tap. Ég ætla ekki að koma með þá afsökun, fótbolti snýst um að koma með góða frammistöðu, leikmennirnir gerðu það, lögðu hart að sér. Stjórnuðum leiknum í allt að 60 mínútur en það tryggir þér ekki sigurinn. Við vorum yfir en á stóru augnablikunum vorum við of mjúkir en það eru engar afsakanir," sagði Chris.

Rafal Stefán taldi að það hafi verið brotið á sér í öðru marki Þórs. Chris vildi ekki tjá sig um dómarann.

„Ef ég segi að þetta sé dómaranum að kenna fara allir að segja 'Þá byrjar Chris að væla enn eina ferðina'. Það er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum, kannski var þetta brot en við þurfum að skoða mikilvægari vandamál en frammistöðu dómarans," sagði Chris.

Grótta hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð. Hvernig komist þið upp úr þessari lægð?

„Það er góð spurning, ert þú með svarið? Við vorum í vandræðum á síðustu leiktíð, kannski segir það eitthvað um mig en ég er með reynslu af þessu. Maður velur ekki hvenær maður kemst upp úr þessu. Við lítum á þennan leik sem erfiðan leik, þótt við hefðum verið betri eða verri aðilinn hefðum við tekið stig út úr þessu fyrirfram. Það er mikilvægt í þessari lægð að halda áfram að gera réttu hlutina og halda jafnvægi," sagði Chris.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner