Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 04. júlí 2024 21:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þú ert auðvitað að spurja mig fimm mínútum eftir nokkuð vont tap," sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu eftir tap gegn Þór aðspurður hverjar tilfinningarnar væru eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Grótta

„Auðvitað ekki jákvæðar, frammistaðan var sterk af mörgu leiti, ég held ég sé ekki að búa neitt til með því að segja það. Við vorum mjúkir á stórum augnablikum og Þór var öfugt þá. Við fáum eflaust hrós frá Þór, ykkur og frá okkur en fáum engin stig."

Áttuð þið skilið að fá að minnsta kosti stig út úr þessum leik?

„Við fáum mark á okkur alveg undir lokin en þú getur ekki sagt að maður eigi eitthvað skilið eftir 3-1 tap. Ég ætla ekki að koma með þá afsökun, fótbolti snýst um að koma með góða frammistöðu, leikmennirnir gerðu það, lögðu hart að sér. Stjórnuðum leiknum í allt að 60 mínútur en það tryggir þér ekki sigurinn. Við vorum yfir en á stóru augnablikunum vorum við of mjúkir en það eru engar afsakanir," sagði Chris.

Rafal Stefán taldi að það hafi verið brotið á sér í öðru marki Þórs. Chris vildi ekki tjá sig um dómarann.

„Ef ég segi að þetta sé dómaranum að kenna fara allir að segja 'Þá byrjar Chris að væla enn eina ferðina'. Það er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum, kannski var þetta brot en við þurfum að skoða mikilvægari vandamál en frammistöðu dómarans," sagði Chris.

Grótta hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð. Hvernig komist þið upp úr þessari lægð?

„Það er góð spurning, ert þú með svarið? Við vorum í vandræðum á síðustu leiktíð, kannski segir það eitthvað um mig en ég er með reynslu af þessu. Maður velur ekki hvenær maður kemst upp úr þessu. Við lítum á þennan leik sem erfiðan leik, þótt við hefðum verið betri eða verri aðilinn hefðum við tekið stig út úr þessu fyrirfram. Það er mikilvægt í þessari lægð að halda áfram að gera réttu hlutina og halda jafnvægi," sagði Chris.


Athugasemdir
banner
banner