Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
Venni talar um draum: Þeir voru háværir þó þeir voru fáir
Dragan alls ekki sáttur: Þetta er ekki gott
Haukur Páll: Eykur töluvert líkurnar að vinna leiki ef við höldum hreinu
Rúnar Páll: Óþarfi að gefa svona sterku liði eins og Val svona mörk
Adam Ægir: Mér hefur vantað þetta mark
Pálmi Rafn: Ef það var eitthvað sem klikkaði var það ég
Jökull Elísabetar: Ekki neinar áhyggjur, menn eru bara svekktir
Axel Óskar: Get lofað þér því við erum að reyna
Viktor Jóns: Þegar maður kemst á bragðið þá eykst sjálfstraustið
Jón Þór: Gríðarlega ánægðir hvernig hefur tekist til að setja þennan hóp saman
Ómar Ingi: Skammast mín fyrir þá hlið sem við sýndum af okkur
Best í Mjólkurbikarnum: Tvö sterkustu lið landsins mætast
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Magnús Már: Bara gjörsamlega óboðlegt og óafsakanlegt
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
Gunnar Heiðar: Getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir kóngar
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Júlíus Mar um 500 þúsund króna tilboð KR: Maður verður að vera meira virði en það
banner
   fim 04. júlí 2024 21:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þú ert auðvitað að spurja mig fimm mínútum eftir nokkuð vont tap," sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu eftir tap gegn Þór aðspurður hverjar tilfinningarnar væru eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Grótta

„Auðvitað ekki jákvæðar, frammistaðan var sterk af mörgu leiti, ég held ég sé ekki að búa neitt til með því að segja það. Við vorum mjúkir á stórum augnablikum og Þór var öfugt þá. Við fáum eflaust hrós frá Þór, ykkur og frá okkur en fáum engin stig."

Áttuð þið skilið að fá að minnsta kosti stig út úr þessum leik?

„Við fáum mark á okkur alveg undir lokin en þú getur ekki sagt að maður eigi eitthvað skilið eftir 3-1 tap. Ég ætla ekki að koma með þá afsökun, fótbolti snýst um að koma með góða frammistöðu, leikmennirnir gerðu það, lögðu hart að sér. Stjórnuðum leiknum í allt að 60 mínútur en það tryggir þér ekki sigurinn. Við vorum yfir en á stóru augnablikunum vorum við of mjúkir en það eru engar afsakanir," sagði Chris.

Rafal Stefán taldi að það hafi verið brotið á sér í öðru marki Þórs. Chris vildi ekki tjá sig um dómarann.

„Ef ég segi að þetta sé dómaranum að kenna fara allir að segja 'Þá byrjar Chris að væla enn eina ferðina'. Það er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum, kannski var þetta brot en við þurfum að skoða mikilvægari vandamál en frammistöðu dómarans," sagði Chris.

Grótta hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð. Hvernig komist þið upp úr þessari lægð?

„Það er góð spurning, ert þú með svarið? Við vorum í vandræðum á síðustu leiktíð, kannski segir það eitthvað um mig en ég er með reynslu af þessu. Maður velur ekki hvenær maður kemst upp úr þessu. Við lítum á þennan leik sem erfiðan leik, þótt við hefðum verið betri eða verri aðilinn hefðum við tekið stig út úr þessu fyrirfram. Það er mikilvægt í þessari lægð að halda áfram að gera réttu hlutina og halda jafnvægi," sagði Chris.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner