Halldór Páll Geirsson hefur fengið félagaskipti frá KFS í ÍBV. Markmaðurinn lék síðast með ÍBV tímabilið 2022.
Hann á að baki 51 leik í efstu deild og alls 168 leiki á ferlinum, langflesta fyrir ÍBV. Hann var aðalmarkmaður liðsins 2017-2021.
Halldór Páll, sem er þrítugur, hefur æft með ÍBV síðustu mánuði og er nú einn af þremur markmönnum í leikmannahópi ÍBV. Fyrir voru Jón Kristinn Elíasson og Hjörvar Daði Arnarsson.
Hann á að baki 51 leik í efstu deild og alls 168 leiki á ferlinum, langflesta fyrir ÍBV. Hann var aðalmarkmaður liðsins 2017-2021.
Halldór Páll, sem er þrítugur, hefur æft með ÍBV síðustu mánuði og er nú einn af þremur markmönnum í leikmannahópi ÍBV. Fyrir voru Jón Kristinn Elíasson og Hjörvar Daði Arnarsson.
Hjörvar Daði hefur glímt við meiðsli að undanförnu og ÍBV á tvo leiki á næstu dögum.
Fyrst mætir liðið KR á KR-vellinum á fimmtudag og svo á liðið leik gegn Selfossi á Selfossi á laugardag. Það eru lokaleikir ÍBV í Lengjubikarnum.
ÍBV vann Lengjudeildina síðasta sumar og verður í Bestu deildinni á komandi tímabili.
Komnir
Omar Sowe frá Leikni
Jörgen Pettersen frá Þrótti R.
Arnór Ingi Kristinsson frá Leikni
Jovan Mitrovic frá Serbíu
Mattias Edeland frá Svíþjóð
Milan Tomic frá Serbíu
Birgir Ómar Hlynsson frá Þór á láni
Þorlákur Breki Baxter frá Stjörnunni á láni
Halldór Páll Geirsson frá KFS
Farnir
Tómas Bent Magnússon í Val
Vicente Valor í KR
Guðjón Ernir Hrafnkelsson í KA
Arnór Sölvi Harðarson í ÍR
Henrik B. Máni Hilmarsson í Stjörnuna (var á láni)
Eiður Atli Rúnarsson í HK (var á láni)
Jón Ingason
Jón Arnar Barðdal í KFG
Samningslausir
Eyþór Orri Ómarsson (2003)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KR | 3 | 3 | 0 | 0 | 12 - 2 | +10 | 9 |
2. Keflavík | 4 | 3 | 0 | 1 | 8 - 3 | +5 | 9 |
3. Stjarnan | 4 | 2 | 1 | 1 | 11 - 7 | +4 | 7 |
4. ÍBV | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 - 6 | -1 | 3 |
5. Leiknir R. | 4 | 0 | 2 | 2 | 9 - 15 | -6 | 2 |
6. Selfoss | 4 | 0 | 1 | 3 | 6 - 18 | -12 | 1 |
Athugasemdir