Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 05. apríl 2024 10:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini vísaði í leik City og Arsenal á fundinum - Stefnt beint á EM
Icelandair
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson.
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum gegn Serbíu fagnað.
Sigrinum gegn Serbíu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markmiðið er að komast beint á EM.
Markmiðið er að komast beint á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag klukkan 16:45 mætir íslenska kvennalandsliðið liði Póllands í fyrsta leik undankeppninnar fyrir EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er hægt að kaupa miða á tix.is.

Á fréttamannafundinum fyrir leik sagði sátu landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins, fyrir svörum.

Alltaf að reyna verða betri sem lið
Það er stutt frá síðustu Þjóðadeild og umspilinu. Er horft á þetta sem eina samfellu eða er núllstillt núna þegar ný keppni hefst?

„Það er óvenjulegt að við séum með svona mikið af keppnum og mikilvægum leikjum í röð, óvenjulegt að við séum búnar að koma tvisvar til Íslands á þessum tímapunkti ársins að spila mikilvæga landsleiki. Fyrir okkur er þetta bara eitt langt ferli, við erum alltaf að vinna í því að verða betri sem lið, ná betri takti og halda áfram að vinna í okkar hlutum. Auðvitað skipta allir leikirnir máli núna sem er gríðarlega skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir okkur að þurfa að eiga góða leiki og ná í úrslit ofan á að stilla okkur betur saman. Við erum meðvitaðar um að við erum núna að hefja undankeppni EM og þetta skiptir okkur ótrúlega miklu máli. Það eru margir leikmenn í liðinu sem hafa aldrei farið á EM. Ég er viss um að það séu allar mjög hungraðar í að gera vel og ná markmiðinu okkar," sagði Glódís.

Beint á EM!
Hvaða væntingar er hægt að gera til þessa liðs, er hægt að setja klára stefnu á að komast beint á EM?

„Þetta eru sex leikir og efstu tvö liðin fara beint á EM. Það er markmiðið sem við setjum okkur fyrir þessa riðlakeppni og við teljum okkur eiga möguleika á því. Hver leikur er jafn mikilvægur og annar, við þurfum að gefa allt í þetta og sjá hverju það skilar okkur. Markmiðið er að komast á EM og fyrsta markmiðið er að fara beint í gegnum þennan riðil og þannig á EM [en ekki í gegnum umspil]," sagði Steini.

Vilt fá þrjú stig, sama hvernig það er gert
Er eitthvað ákveðið sem þú vilt sjá í leiknum á morgun, meira af einhverju eða betur gert heldur en á móti Serbíu?

„Serbíuleikurinn var heilt yfir mjög góður. Við lokuðum vel á þær, pressuðum þær vel, þær voru í vandræðum með að komast í spilið sitt og við þurfum að halda því áfram á móti Póllandi. Pólland er aðeins öðruvísi heldur en Serbía, þær halda kannski ekki eins mikið í boltann og eru beinskeyttari. Við þurfum að vera vakandi fyrir því, vera með góða boltapressu svo þær komi ekki sendingum á bakvið línu fyrir Pajor. Sóknarlega þurfum við að vera þolinmóðar. Þær spila mjög agressíft varnarlega, fara snemma í hápressu. Við þurfum að þora að vera með boltann, þora að vera við sjálf á vellinum og halda áfram að vinna í því að halda í boltann. Og ekki bara halda í hann, það þarf að vera tilgangur með því þegar við erum með boltann, þurfum að taka opnanir sem koma og nýta þau tækifæri sem koma og eru til að skapa færi og mörk. Um það snýst alltaf fótbolti."

„Lið fara misjafnlega inn í leikinn. Við horfum á tvö bestu lið Englands (Manchestster City og Arsenal) um síðustu helgi, annað þeirra var að sækja á meðan hitt var að verjast. Liðið sem var að verjast allan tímann er samt með fleiri stig, en það var bara 24 eða 26% með boltann, sem er jafn mikið og Ísland úti í Þýskalandi,"
sagði Steini sem er stuðningsmaður City.

Þú værir þá alveg sáttur við að halda minna í boltann ef við gerum góða hluti þegar við erum með hann.

„Að sjálfsögðu. Þetta snýst bara um það hvað þú gerir þegar þú ert með boltann. Þetta snýst bara um að vinna og fá úrslit heilt yfir. Við erum alltaf sátt við að vinna leiki. Auðvitað erum við alltaf að reyna bæta okkur, reyna að þróa leik okkar í það að geta stýrt því sem er að gerast inni á vellinum. En endalokin eru alltaf að þú vilt fá þrjú stig, vilt vinna leikina. Ef við fáum þrjú stig á morgun þá erum við sátt sama hvernig við förum að því. Ég tel okkur hægt og rólega að vera betri og betri í því að geta stýrt því sem er að gerast á vellinum og vonandi verður þessi leikur á morgun framför á því."

1-3 sigur í Póllandi en leikurinn var ekki góður
Leikurinn 2022 fyrir EM, horfir þú mikið í hann?

„Nei, ekki neitt," byrjaði Steini en hélt svo áfram. „Við tökum kannski út úr þessu að við skoruðum þrjú mörk eftir hápressu, það er stærsta atriðið sem ég tek út úr þeim leik; hvernig við pressuðum þær þar og hvernig við ætlum að pressa þær núna," sagði landsliðsþjálfarinn.
Athugasemdir
banner
banner