Kassim "The Dream" Doumbia, varnarmaður FH, er í viðræðum við Íslandsmeistarana nýkrýndu um framlengingu á samningi sínum í Hafnarfirði.
Doumbia hefur leikið með FH undanfarin tvö tímabil og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður Pepsi-deildarinnar. Samningur hans við félagið er hins vegar við það að renna út og óvissa ríkir um framhaldið.
Doumbia hefur leikið með FH undanfarin tvö tímabil og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður Pepsi-deildarinnar. Samningur hans við félagið er hins vegar við það að renna út og óvissa ríkir um framhaldið.
„Í augnablikinu er ég enn leikmaður FH fram í desember. Við erum að ræða um framlengingu á samningi mínum svo við sjáum hvað mun gerast á næstu vikum," sagði Kassim við Fótbolta.net, en hann er staddur erlendis í augnablikinu.
Talið er að fjölmörg erlend knattspyrnufélög renni hýru auga til Kassim, sem er 25 ára gamall og lék áður í Belgíu.
Athugasemdir