Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. febrúar 2023 10:03
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
KR í neðri hlutanum í ótímabæru spánni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn var önnur ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina opinberuð. Ekki eru miklar breytingar á listanum.

Þrátt fyrir að hafa fengið skelli í liðinni viku halda Breiðablik og Víkingur sér á toppnum.

Stóru fréttirnar eru þær að KR fer niður í sjöunda sæti listans, niður í neðri hlutann. FH tekur stökk upp um tvö sæti eftir að hafa unnið 4-0 sigur gegn Breiðabliki.

Eins og nafnið gefur skýrt til kynna er mjög ótímabært að vera að spá í deildina núna en þetta er allt til gamans gert.

1. Breiðablik
2. Víkingur
3. Valur
4. KA
5. FH (+2)
6. Stjarnan (-1)
7. KR (-1)
8. Fram
9. ÍBV
10. Fylkir
11. HK
12. Keflavík
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin og Óli Kristjáns
Athugasemdir
banner
banner