Claudio Ranieri, þjálfari Roma, hefur ýjað að því að hann hætti með liðið eftir þetta tímabil en hann segist vilja njóta lífsins eftir að hafa verið í þjálfun í tæp 40 ár.
Ranieri tók óvænt við Roma í byrjun nóvember eftir að félagið hafði rekið Daniele De Rossi og síðar Ivan Juric.
Tímabilið á undan hafði hann þjálfað Cagliari en hætti síðan þjálfun um sumarið.
Roma tókst að sannfæra hann um að stýra liðinu út tímabilið og er útlit fyrir að þetta verði hans allra síðasta á þjálfaraferlinum. Hann segist vera að taka við sem sérstakur ráðgjafi forseta Roma, en ekkert er
„Ég hætti þjálfun á síðasta ári en sagði að ég myndi snúa aftur ef Roma eða Cagliari myndu óska eftir því. Þegar þeir ráku De Rossi þakkaði ég Guði að þeir tóku Juric. Ég væri til í að njóta lífsins því ég hef verið á vellinum í meira en 35 ár,“ sagði Ranieri á blaðamannafundi eftir 1-1 jafnteflið gegn Juventus.
„Ég held að ég verði ekki áfram þjálfari. Ég verð ráðgjafi forsetans og vonandi hefur hann mikla trú á mér því ég vil aðeins það besta fyrir Roma. Alla vega eins og staðan er núna verð ég aðeins ráðgjafi,“ sagði hann í lokin.
Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, sást á leik Roma og Juventus í gær sem ýtir undir þann orðróm um að hann gæti tekið við liðinu af Ranieri, en Gazzetta dello Sport segir þó engar viðræður hafi átt sér stað til þessa.
Athugasemdir