Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, er kominn með upp í kok af vélmennafótboltanum sem mörg lið eru farin að spila.
Neville var mjög niðurdreginn að horfa á leik Manchester United og Manchester City.
Hann var aðstoðarlýsandi á leiknum og sagðist aldrei hafa leiðst eins mikið að horfa á leik.
Kennir hann Pep Guardiola um hvernig fótbolti er orðinn en önnur lið eru farin að apa upp eftir honum, sem hann skilur engan veginn og segir alla spennu vanta í leiki í deildinni.
„Þetta vélmenna eðli um að yfirgefa ekki stöðurnar okkar og þessi örstjórnun sem er komin út fyrir öll velsæmismörk og ekki hafa frjálsræðið til að taka áhættu og reyna að vinna fótbolta er að verða að pest fyrir leikinn, bara alger sjúkdómur.“
„Pep Guardiola og lið hans síðustu tíu árin hafa gert þetta, en við erum að sjá slæmar eftirlíkingar af því út um allt. Markvörður United rúllar löppinni yfir boltann og bíður eftir að hlutirnir gerast.“
„Þetta er ekki málið og samsvarar ekki gildum félagsins eða því sem við gerum hér. Liverpool gerir þetta ekki og þú verður að vera topplið með hraða, takt, koma boltanum í umferð og flytja hann hratt á milli.“
„Leikurinn var mjög dapurlegur fyrir mig því við höfum séð svo marga leiki sem eru spilaðir á þennan hátt. Enska úrvalsdeildin snýst um spennu og æsing. Það var ekkert slíkt í þessum leik sem er alls ekki nógu gott,“ sagði Neville á Sky.
Athugasemdir