Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Við verðum að forðast það met“
Mynd: EPA
Ivan Juric, stjóri Southampton, ræddi við Sky Sports, eftir að það varð ljóst að liðið væri fallið niður í B-deildina, en hann vill að liðið leggi allt í sölurnar í síðustu leikjum tímabilsins.

Southampton tapaði fyrir Tottenham, 3-1, í 31. umferð deildarinnar í gær en það tap staðfesti fall liðsins.

„Við vitum að við erum í slæmri stöðu og það var nokkuð augljóst í þessum leik. Ég get ekki sagt neitt slæmt um leikmennina því þetta hefur verið ótrúlega erfitt ár fyrir alla,“ sagði Juric.

Juric segist vona að liðið spili síðustu leikina eins og það gerði í síðari hálfleiknum gegn Tottenham. Hann segir þá óráðið hvort hann verði áfram með liðið á næstu leiktíð.

„Ég vil sjá okkur spila gegn Crystal Palace eins og við gerðum í seinni hálfleiknum. Við verðum að reyna að spila góða leiki.“

„Nei, núna munum við skoða allt. Við erum bara að hugsa um leikina og munum sjá hvað öllum finnst og hvað þau eru að hugsa. Stuðningsmennirnir eiga svo miklu meira skilið og við verðum að skilja öll mistökin sem við höfum gert og reyna að skapa eitthvað mjög sterkt.“


Southampton er aðeins með tíu stig í deildinni. Derby County á versta árangur í sögu deildarinnar þegar liðið fékk aðeins 11 stig tímabilið 2007-2008.

„Við verðum að forðast það met og gera okkar besta. Þetta má ekki gerast,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner