Í dag mætast Stjarnan og FH í 1. umferð Bestu deildarinnar; umferðin klárast með tveimur leikjum í kvöld.
Stjörnunni er spáð 5. sætinu hér á Fótbolti.net og FH spáð 7. sætinu. Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, um toppbaráttuna í sumar og leikinn gegn FH. Breiðabliki og Víkingi er spáð mikilli velgengni og var Jökull spurður hvort hann vildi blanda sér í baráttuna á toppnum.
Stjörnunni er spáð 5. sætinu hér á Fótbolti.net og FH spáð 7. sætinu. Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, um toppbaráttuna í sumar og leikinn gegn FH. Breiðabliki og Víkingi er spáð mikilli velgengni og var Jökull spurður hvort hann vildi blanda sér í baráttuna á toppnum.
„Við viljum vera eins ofarlega og hægt er, það er alveg klárt. Ég hef engan áhuga á að bera okkur saman við einhverja aðra. Ég hef miklu meiri áhuga á því hvað við erum að gera: hvernig við vinnum hlutina, hvert við getum komist. Það er óháð öðrum. Við viljum komast ofar og enginn hjá okkur yrði sáttur með 5. sætið," sagði Jökull.
„Ég held að árásargirni (e. aggression) sé fyrst og fremst leið okkar að sigri. FH er með fáránlega öflugan þjálfara í Heimi. Ég man ekki til þess að liðin hans hafi verið nokkuð annað en fáránlega öflug í upphafi móts, þó að FH hafi kannski aðeins dalað síðustu 2-3 ár. Það verður fáránlega erfiður leikur, við munum undirbúa okkur fyrir það. Það mun snúast um hugarfarið fremur en nokkuð annað," sagði þjálfarinn.
Athugasemdir